Sterk skilaboð - umhverfismál eru mikilvæg

Tónleikar Náttúru Gott að vita að tónleikar Náttúru gengu vel fyrir sig. Missti því miður af þeim þar sem ég var á ferðalagi í allan dag og er bara nýlega kominn heim eftir það. Áhuginn á þessum tónleikum eru sterk skilaboð um hvað umhverfismál skipta almennt miklu máli. Virðist þar einu skipta hverjar flokkspólitískar skoðanir eru, enda var þarna fólk með ólíkar skoðanir í stjórnmálum.

Held að öllum landsmönnum sé annt um Ísland og náttúru þess. Þetta á að vera okkar lykilmál. Öll viljum við vernda það og tryggja að komandi kynslóðir njóti þeirrar fegurðar sem við höfum upplifað. Stóru skilaboð þessara tónleika er hvað þessi mál eru mikilvæg og hvað við unnum landinu okkar mikils. Enda held ég að allir vilji gera sitt til að tryggja að það land sem við erfðum fái komandi kynslóðir að njóta.

Upplifði reyndar í dag merkilegan atburð í mínu lífi. Í dag fór ég í fyrsta skipti á minni ævi í Héðinsfjörð, sem var einn afskekktasti staður landsins. Mörg ár eru liðin frá því að ég vildi fyrst fara þangað. Þar til fyrir nokkrum mánuðum var aðeins hægt að komast þangað sjóleiðina. Fegurð Héðinsfjarðar hefur verið mörgum fjarlægur leyndardómur og margir aðeins látið sig dreyma hvernig þar sé. Þó kalt væri í Héðinsfirði í dag fannst mér það merkilegur áfangi að geta farið þangað. Þetta var yndislegur dagur.

mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Það er mikilvægt að skilgreina hvaða hluta af landinu má nýta og hvaða hluta við ætlum bara að horfa á.

Viðar Freyr Guðmundsson, 29.6.2008 kl. 08:52

2 identicon

Ef Björk og Sigurrós hefðu verið með tónleika með það fyrir augum að styðja við stóriðjustefnuna, hefðu ca. 30000 manns mætt. 

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er mjög gaman að koma í Héðinsfjörð.. Það er létt að ganga þangað frá Siglufirði annaðhvort um Hóla eða Hestaskarð. Það tekur svona 3-5 tíma eftir því hvað maður er röskur. Svo er um þrjár leiðir að velja frá Ólafsfirði sem ég hef ekki farið en eru víst auðfarnar.  Þarna var byggð til skamms tíma en síðustu fluttu eftir 1950. En nú opnast fjörðurinn gestum og gangandi við þessa gangagerð sem nú eru langt komin.

Jón Ingi Cæsarsson, 29.6.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband