Afmælisbarnið og yfirráðin yfir veislunni

afmælisgrátÁ hverjum degi um allan heim eiga óteljandi mörg börn afmæli. Eflaust fer það allt eftir efnum og ástæðum hjá foreldrunum hversu vel er haldið upp á þau, á meðan sumir eyða miklum peningum í gjafir og veislu gefa sumir börnunum bara umhyggju og kærleik í afmælisgjöf. Sumir hafa ekki efni á afmælisveislu meðan önnur eru hlaðin veglegum gjöfum. Í veisluna sína bjóða flest börn þeim sem þau vilja þekkja og þykir vænt um sem vini sína.

Þegar ég var barn bauð ég öllum þeim sem ég vildi þekkja og vildi eiga sem vini. Ekki bauð ég öllum bekknum mínum eða öllum jafnöldrum í skólanum sem ég var í. Fannst eiginlega að þetta væri augnablik sem ég vildi eiga með mínum nánustu og þeim vinum sem næst mér voru. Efast reyndar um að ég hefði viljað allan hópinn heim. Það er eðli afmæla að maður býður þeim sem maður vill helst fá í veisluna.

Finnst það frekar fyndið að eitt aðalumræðuefnið í Svíþjóð sé hvort bjóða eigi öllum jafnöldrum sínum í afmælisveisluna. Þetta er skondið mál en er merki um ótrúlega smámunasemi hjá frændum okkar Svíum. Hefði frekar trúað því að svona drama gæti gerst í Bandaríkjunum en í Svíþjóð, en alltaf heyrir maður eitthvað nýtt.

Hef enga samúð með þeim sem var ekki boðið í þetta afmæli. Afmælisbarnið hlýtur að ráða hvern hann vill, varla eiga aðrir að fá yfirráð. Þetta er veislan hans/hennar. Annað skiptir ekki máli. Þvílík sænsk væluklessa

mbl.is Barnaafmæli veldur uppnámi í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Hvar bauðstu í afmælið þitt? Fórstu með boðskortin í skólann og útbýttir þeim í skólastofunni eða á skólalóðinni? Það er það sem málið snýr um. Ekki hvort eða hversu mörgum barnið býður í afmælið heldur hvar það fer fram.

Hér á landi gilda svipaðar reglur og í Svíþjóð. Skólarnir bera ábyrgð á börnunum og því líka að þau verði ekki fyrir mismunum. Ef þú lest athugasemdir hjá þeim sem hafa bloggað um þessa frétt í dag, þá sérðu að nokkuð margir kennarar hafa komið með athugasemdir og allar sem ég hef lesið eru eins: Svona eða svipuð regla gildir í mínum skóla og hefur gefist vel.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 29.6.2008 kl. 17:55

2 identicon

Þarna er einungis verið að tala um hvar afmælisboðskortunum er dreift.  Það ræður því enginn utan heimilis hverjum börnin bjóða í afmæli sitt en ef boðskortum er dreyft í skólanum skal bjóða öllum bekknum.  Hitt er meiri vinna fyrir foreldra að finna út heimilisföng þeirra sem bjóða skal og senda boð eða bera út en kemur í veg fyrir svona uppákomur.   Ég veit um skóla á Íslandi þar sem það er ekki í boði að dreifa afmælisboðskortum innan skólans nema öllum sé boðið og eru forsendurnar þær að skólinn á ekki að vera vettvangur til að mismuna börnum.  Það eru til börn sem aldrei fá boð og óþarfi að þau þurfi  stöðugt að vera minnt á það  í skólanum. Auk þess eru til börn sem af trúarástæðum (þeirra eða foreldra) minnast ekki afmæla.  Þannig að ef pólítísk rétthugsun er virt er þetta mjög eðlileg aðgerð í þessum skóla og þetta er ekki það eina sem á eftir að koma upp, því það eru alltaf einhverjir hópar sem eiga eftir að finnast þeim vera mismunað í skólum og við erum orðin svo meðvituð um okkar rétt að þetta á bara eftir að aukast.

Steinunn Aldís (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 18:26

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sjálfsagt að bjóða bara þeim sem maður vill umgangast í afmæli en þarf skólinn að vera vettvangur þess?

Sigríður Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 18:39

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Skólinn er sá vettvangur sem börnin hittast í á hverjum virkum degi. Það er þeirra samkomustaður. Mér finnst ekkert óeðlilegt að börnin bjóði hvoru öðru í afmælið sitt og hafi það eins og þau vilja. Af hverju ættu þau að bjóða öllum krökkunum. Eflaust er þetta umdeilt, en mér finnst þetta snúast að mestu leyti um hvernig boða eigi þá í afmælin. Þegar ég var í skóla heyrði ég um að börn væru að bjóða einhverjum í hópnum í afmælið sitt verandi í skólanum. Upplifði þetta svosem ekki, enda átti ég afmæli utan skólatíma, nokkrum dögum fyrir jól. Það kom þó fyrir að ég bauð börnum í afmælið mitt í skólanum. Þannig að ég þekki svosem þennan fíling.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.6.2008 kl. 18:58

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Skólinn á ekki að vera vettvangur afmælisboða.

Ef þú vinnur á 20 manna vinnustað og átt afmæli og heldur boð, deilir út afmælisboðskortum á vinnustað, skilurðu þá tvo eftir í kaffi stofunni? (frá Önnu Guðný)

Annars er Anna Guðný búin að blogga um þetta og ég líka og hægt að kíkja þar á umræður!

Edda Agnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 19:02

6 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Það er ekkert mál að bjóða í afmæli fyrir utan skóla þó svo að skólinn sé sá vettvangur þar sem börn hittast á hverjum degi. Skólar setja svona reglur vegna þess að kennarar hafa séð vanlíðan og sársauka þeirra sem ekki er boðið. Það er heila málið, þegar maður er bara 8 ára þá er sárt að vera kannske sá eini í bekknum sem ekki fær að koma í afmæli. Ég er kennari og hef séð það.

Sigríður Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 19:11

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ágætt að heyra ykkar skoðanir á þessu og mat. Ekkert að því. Fínt að fá þitt innlegg Sigríður, þar sem þú ert kennari. En samt, mér finnst þetta vera mikið ys og þys út af engu. Sorrí.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.6.2008 kl. 19:14

8 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Aðalatriðið finnst mér að málin séu rædd og að foreldrar bekkja komist að samkomulagi um hvernig þessu sé háttað, held að það sé farsælasta leiðin.

Sigríður Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 19:40

9 identicon

Það að þetta skuli koma upp í Svíþjóð kemur mér ekkert á óvart.  Svona aumingjaskapur, smámunasemi, afskiptasemi og pólítísk rétthugsun (political correctnes) eru einmitt nokkrar af ástæðunum fyrir því að ég get ekki hugsað mér að búa þarna.  Hvað kemur það kennaranum við hverjum er boðið í afmæi?  Og á þá barnið kannski líka að bjóða þeim sem jafnvel leggja það í einelti í afmælið?  Þetta er komið út í svo mikla vitleysu að það nær ekki nokkru tali.  Maður bauð bara þeim sem maður vildi í afmælið sitt á sínum tíma og gerði það í skólanum, engin kort reyndar, og það virkaði fínt.  Hvað gerist næst?  Fara kennarar að mæla hversu löngum tíma börnin verja með hverjum bekkjarfélaga fyrir sig til að allir fái nú jafnan leiktíma með öllum? 

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 19:46

10 identicon

Edda.

Ja, pólítíska rétthugsun getur þú með góðu móti stungið upp í !$&&/)=Ö_ á þér. Barnaskóli er ekki vettvangur pólítískra rétthugsunar. ( Annars...........hver er sú hugsun?)

Við erum að tala um börn!

Ef ekki á þessum aldri þá hvenær eiga börn að læra lífsins vonbrigði?

Hver er framtíð þeirra barna sem ekki fá að kynnast óvægum staðreyndum lífsins?

Að ofvernda börnin og þá sérstaklega fyrir slíkum smámunum hefur ekkert gott í för með sér.

Eins og Stefán skrifar svo er skólinn vettvangur barna.

Annar af þeim sem ekki var boðið hafði ekki boðið afmælisbarninu í sitt afmæli og hefur þá væntanlega boðið meirihluta bekkjarins ef ég les fréttir svía rétt. Hinn hafði afmælisbarnið slitið vinaböndum við.

OG!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!?

Á mínum vinnustað er boðið til veislu hjá einum vinnufélaga þar sem umslögum var dreift og fengu ekki allir slík, þar á meðal eiginkona mín en ég fékk eitt. Ekki fer hún að kvarta og kveina í stjórnendum fyrirtækisins sem mér þykir hafa þarfari hlutum að sinna.

Ef þið lesendur moggans kynntuð ykkur hálfvitaskap sænskra stjórnvalda og fjölmiðla (pólítíska rétthugsun þeirra) yrði ykkur ofboðið.

Sænskur stormur í vatnsglasi!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ásipjási (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 21:18

11 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

„Maður bauð bara þeim sem maður vildi í afmælið sitt á sínum tíma og gerði það í skólanum, engin kort reyndar, og það virkaði fínt.“

Virkaði kannske fínt fyrir þig, en ertu viss um að það hafi virkað fínt fyrir alla? Það sem einu sinni var gert þarf ekki endilega að vera harla gott!

Sigríður Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:06

12 Smámynd: Jónína Christensen

Það var nú svo margt sem maður gerði í "denn", meðal annars að leggja í einelti. Þótti ekki tiltökumál þá, þetta voru nú bara aumingjar og grenjuskjóður hvort eð var. Eða hvað ???

Sem fyrrverandi grenjuskjóða og þolandi eineltis, finnst mér hið besta mál að skólarnir hafi ákveðnar reglur, sem stuðla að tillitssemi við þau börn sem minna mega sín.

Jónína Christensen, 30.6.2008 kl. 06:23

13 identicon

Vitaskuld mega börn bjóða þeim sem það vill í boðið, um þetta deilir enginn.  Hins vegar má alveg velta því fyrir sér hvort skólinn sé rétti vettvangurinn.  Mér sýnist að sænsk skólayfirvöld hafi eitthvað til síns máls.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband