Í minningu séra Birgis

Séra Birgir Snæbjörnsson Séra Birgir Snæbjörnsson, fyrrum prófastur og sóknarprestur hér í Akureyrarkirkju, er látinn, tæplega áttræður að aldri. Ég held að fullyrða megi að séra Birgir hafi verið mikils metinn í samfélagi okkar fyrir verk sín og trúarlega forystu. Til hans gat fólk leitað í erfiðum aðstæðum og hann var stoð og stytta fyrir fjölda fólks meðan hann var prestur okkar í Akureyrarsókn.

Fyrir það þakka allir Akureyringar og minnast hans með hlýhug. Ég vil votta fjölskyldu séra Birgis innilega samúð mína.

Guð blessi minningu hans.

mbl.is Andlát: Birgir Snæbjörnsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Tek undir hvert orð, minning hans lifi. Með beztu kveðju.

Bumba, 18.7.2008 kl. 16:14

2 Smámynd: Anna Guðný

Tek undir þetta. Hann skírði elsta barnið svo ég kynntist honum aðeins sem presti. Yndislegur maður.

Anna Guðný , 18.7.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband