Alvarleg atlaga Þórunnar að íbúum á Norðurlandi

Þórunn SveinbjarnardóttirÁkvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur, lélegasta ráðherrans í ríkisstjórninni, um Bakkaálver í dag er bein atlaga að Norðurlandi og hagsmunum þess. Þar er vegið að fólki hér með mjög grófum hætti, svo alvarlegum að ekki er hægt að þaga. Verði þetta stefna ríkisstjórnarinnar í málum hér er svo komið að rétt er að láta af stuðningi við hana algjörlega. Ekki verður við þetta ástand unað að óbreyttu.

Svo er nú komið að Sjálfstæðisflokkurinn verður að meta það hvort hægt sé að styðja þessa ráðherraónefnu sem Þórunn Sveinbjarnardóttir er. Mér finnst eðlilegt að spyrja sig að því og fá svör í leiðinni hver stefna Samfylkingarinnar í þessum málum er. Ætlar flokkurinn að styðja álver við Bakka eða vinna gegn því með svo áberandi hætti og raunin er í dag? Sjálfstæðisflokkurinn tekur fulla ábyrgð ella á þessu rugli.

Ég hef orðið fyrir mjög miklum vonbrigðum með hálfvelgjuna sem kemur frá þessari ríkisstjórn, einkum í málum Bakkaálvers. Ákvörðun iðnaðarráðherrans fyrir nokkrum vikum og nú umhverfisráðherrans er atlaga að fólki hér. Eðlilega er velt fyrir sér hvort að þingmenn stjórnarflokkanna hér í kjördæminu séu áhrifalausir í þessum málum. Er virkilega ekkert hægt að gera til að snúa þessum málum við til betri vegar?

Mér finnst sífellt meira áberandi að þessi ríkisstjórn hefur enga heildstæða stefnu í lykilmálum. Blaðrað er í báðar áttir og hálfvelgjan er algjör. Nú er kominn tími til að einhver segi stopp og spurt sé að því hvort eigi að keyra til hægri eða vinstri. Það er erfitt að gera bæði í sama bíltúr, nema leggja eigi upp á tveim bílum, bláum og rauðum.

Hingað og ekki lengra í ruglinu, takk fyrir. En mikið vorkenni ég Samfylkingarmönnum í Þingeyjarsýslum núna. Þeir hljóta að vera sárir í dag. En ég vona að þeir beri harm sinn ekki í hljóði.


mbl.is Undirbúningur skemmra kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Sturluson

Það að álver á Bakka sé einkamál íbúa á Norðurlandi er einstaklega merkileg afstaða sem tekin er í þessari færslu. Þessi ráðherra var ekki kosinn á þing til þess að sjá til þess að Húsvíkingar fengju að byggja álver.

Það er hlægilegt, hlægilegt (raunar sorglegt, en ég hlæ nú samt) hvað lansbyggðarfólki hefur tekist að snúa uppá handlegginn á stjórnmálamönnum með aumingjaskap og vælukjóahætti.

Hvernig væri að þið mynduð taka ykkur saman í andlitinu og vinna fyrir ykkur á eigin forsendum frekar en að heimta að landinu okkar sé fórnað til að nokkrir atvinnuleysingjar á krummaskuðum fái vinnu í álveri.

Sjálfsbjargarhvötin virðist vera algerlega horfin á landsbyggðinni á Íslandi, kannski vegna þess að allir sem hafa eitthvað vit í kollinum eru fyrir löngu búnir að fá nóg af moldbúahættinum sem einkennir svo mörg landsbyggðarpláss og fluttir suður (komnir á þing t.d. gegn því að lofa öllu fögru í héraði)

En sá hroki að halda því fram að ráðherra sé ónýtur sem tekur ekki hagsmuni Húsavíkur fram yfir hagsmuni allrar þjóðarinnar.

Sveiattan segi ég nú bara og megi álver aldrei rísa á Norðurlandi, börnin þín og börnin þeirra munu fagna því að eiga fagurt land frekar en álver.

Snorri Sturluson

Los Angeles, CA

Snorri Sturluson, 1.8.2008 kl. 04:44

2 identicon

Framsóknarflokkurinn fyrir norðan er án efa til í að taka við þér sem pólitískum flóttamanni!

Friðrik Jónsson (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 08:38

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Að senda álverið í umhverfismat er ekki að vinna gegn því. Eftir því sem mér sýnist er enginn að stoppa neitt. Það er sjálfsagður hlutur að skoða hvað svona framkvæmdir munu hafa í för með sér.

Yfirleitt ertu málefnalegur, en mér finnst þú vera með óþarfa skítkast í þessari færslu. Ég hefði átt von á því frá öðrum, en ekki þér.

Villi Asgeirsson, 1.8.2008 kl. 08:53

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ljóst á þessum greinarstúfi að þú veist ekki mikið um umhverfismat og tilganginn með því Stebbi minn.

Jón Ingi Cæsarsson, 1.8.2008 kl. 08:56

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Stefán.

Það er nefnilega svo, að ég varð fyrir vonbrigðum með úrskurð hennar í þessu máli.

Hefði hann verið öðruvísi, hefðu menn auðvitað farið í dómsmál vegna Bitru og Hellisheiðar.

Ef ráðherra hefði úrskurðað þannig að þessar framkvæmdir þyrftu EKKI að fara í umhverfismat, hefði verið brotið gróflega á Sunnlendingum og Reyknesingum, mjög gróflega.

Nú þarf ekki að fara í Vaðlaheiðagöng og er það vel, þar sem ekki verða þá skemmdir á skóglendi austanmegin.  Það þótti mér furðulegt, að opinberar stofnanir ætluðu að leyfa það en snerust gegn lagningu stígs í MANNGERÐUM skógi í Heiðmörk.

Við verðum að krefjast þess, að allir séu JAFNIR fyrir lögum og opinberri stjórnsýslu.

Þið þarna við Eyjafjörð eruð svo fljótir að fara í,,ÉG STYÐ EKKI ÞESSA RÍKISSTJÓRN EF ÉG FÆ EKKI......HÉÐINSFJARÐAGÖNG, VAÐLAHEIÐAGÖNG LENGINGU FLUGVALLAR OG AÐ VIRKJA EINS OG MÉR SÝNIST" gírinn.

 Svo eruð þið einnig svo frekir, að þið viljið ráða skipulagi Rvíkur.  Skamm SKamm.

Ykkur er slétt sama hvort menn á Reykjanesi fái eða ekki.

Samræmi í málflutningi.  Muna það  minn kæri

Annars

gleðilega hátíð Verslunarmanna, líklega eina hátíð stétta, sem verða að VINNA sinn,,Frídag"..

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 1.8.2008 kl. 09:38

6 Smámynd: Skákfélagið Goðinn

Ég efast um að kratar í Þingeyjarsýslu, eða á norðurlandi hafi yfirleitt sofið nokkuð í nótt !  Nú er kominn tími til að Geir og félagar fari að íhuga stjórnarsamstarfið. 

Ég held að þeir ættu að skipta samfylkingunni útaf og setja B og F inná í staðinn.  Samfylkingin hefur staðið undir væntingum mínum sem algjörlega ómögulegt stjórnmálaafl.  Ráðherrar þeirra tala út og suður og engar lausnir hafa þeir aðrar en ESB.

Skákfélagið Goðinn, 1.8.2008 kl. 09:46

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Skrítinn pistill hjá þér Stebbi,

Af orðalaginu mætti ráða að Húsavík væri sliguð af 20% atvinnuleysi, en mér er til efs að þar finnist 20 atvinnulausir einstaklingar, vinnufærir og viljugir til vinnu.

Það er nákvæmlega ekkert við aðgerðir umhverfisráðherra að athuga. 

Ef Húsvíkingar eru að láta sig dreyma um að stækka plássið með aðfluttu starfsfólki til að manna álver, þá langar mig að spyrja hvort þú teljir það réttlætanlega ráðstöfun á ríkisfé?

Sigurður Ingi Jónsson, 1.8.2008 kl. 13:15

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hroðaleg ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttir veikasta hlekksins í keðjunni ætti að auðvelda Ingibjörgu að taka ákvörðun um breytingu á ráðherraliðinu hjá sér.  
Sf verður að koma skikk á sín mál ellegar verður Sjálfstæðisflokkurinn að skipa um samstarfsaðila.
Jón Gunnarsson og Kristjáns Þór eru núþegar búnir að tjá ánægju sína með þessa ákvörðun og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga eftir að gera það sama.
Sjálfstæðismenn geta ekki samþykkt þetta.

Óðinn Þórisson, 1.8.2008 kl. 13:46

9 identicon

Hrikalega er hann hrokafullur í garð landsbyggðafólk þessi gaur þarna í LA.  Þetta lýsir því bara hversu þröngsýnn hann er þetta borgarbarn sem hefur ekki hundsvit á málefnum landsbyggðarinnar og hefur aldrei komið þangað.  Hann talar svo mikið niður til fólks á landsbyggðinni að hann er örugglega óvinur fólks þar nr. 1.  Ég er viss um að það eru margir úti  á landi sem hugsa sem svo að best væri taka hann og setja í poka, binda fyrir og henda honum í sjóinn.

Ekki er hann betri þessi Sigurður Ingi Jónsson.  Hefur lítinn skilning né vit á hugtakinu atvinnulíf og tölfræði.  Afhverju eru bara 20 atvinnulausir á Húsavík?  Jú, það er af því að ekki er næga vinnu að fá þar og því flýr fólk þaðan til Höfuðborgarsvæðið því þar er næg atvinna og öll bestu störfin á landinu, enda er stefnan sú að öll bitastæð störf skulu vera þar.  Þetta er líka stefna stjórnvalda, t.d. að öll gagnaver og netþjónabú eigi að rísa þar, álver í Helguvík fór ljúflega í gegnum kerfið og enginn mótmælti því fyrir utan trúðana í Saving Iceland. 

Það er einskonar "þjóðarsátt" um það hér á landi að allt eigi að vera á Suð-Vesturhorninu, þess vegna þrífst engin starfsemi úti á landi, þó svo að fólk sé að reyna að klóra í bakkan þar af veikum mætti, bankar vilja ekki lána fé í verkefni og atvinnuuppbyggingu þar.

Þórólfur A. Ólafsson (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 14:32

10 Smámynd: Stefán Stefánsson

Það er ekki bara verið að tala um að álverið fari í umhverfismar eins og mér virðist sumir halda..... heldur allar framkvæmdirnar í sameiginlegt umhverfismat og það hefur aldrei verið gert áður......

 Ég held að þetta muni hafa áhrif innan ríkisstjórnarinnar þó svo að Geir hafi ekki viljað viðurkenna það. 

Stefán Stefánsson, 1.8.2008 kl. 14:40

11 identicon

Það borgar sig ekki að vera svona stóryrtur Stebbi.  Mér finnst reyndar merkilegt hvað þú ert á móti umhverfisráðherra, eins og hún hafi stigið á skoðanatær þér daglega. Menn skrifa hér á síðunni eins og það sé búið að blása af virkjun á Bakka. Umhverfismat er ekkert vont mál og tefur ekki virkjunarferilinn. Er ekki lágmark að menn viti hvað umhverfismat er áður en slegið er á lyklaborðið? Orkurannsóknir eru ekki komnar langt og hér er verið að fara formlega leið sem hvort sem er hver og einn hefði geta krafist. ÞAÐ hefði tafið framkvæmdir en hér er um einfalda stjórnsýsluákvörðun að ræða. Skrápurinn er orðinn ansi þunnur ef það jaðrar við stjórnarslitum. Framsóknarmenn æfir líka. Það má gúgla orðið umhverfismat og þá skilja menn þetta betur og verða ekki svona æstir.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 15:02

12 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Þetta er engin atlaga að norðurlandi! Það er alveg jafn líklegt að þetta umhverfismat muni flýta fyrir þessum framkvæmdum eins og að tefja þær - eitt heilrænt umhverfismat í stað margra smárra þýðir ekkert meira umfang - heldur aðeins að þær verða framkvæmdar allar á sama tíma, og settar í forgang hjá ráðuneytinu.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 1.8.2008 kl. 16:29

13 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þórólfur A. Ólafsson hefur mig ásamt öðrum á hornum sér í þessum athugasemdaþræði. Mér er borið á bigsl að skorta bæði vit og skilning. Hér er því innlegg í umræðuna. Bið ég Þórólf endilega að upplýsa ef ég er að misskilja þessi gögn eitthvað.

Samkvæmt Hagstofu Íslands þá var íbúafjöldi Húsavíkur 2.491 árið 1998 og 2.256 árið 2008 (miðast við 1. janúar hvort ár). Þetta er fækkun um 235 á einum áratug. Ef skoðaður er hinn vinnufæri aldurshópur, 18-65 ára, þá voru 1.451 árið 1998 og 1.375 árið 2008. Þarna munar 76 einstaklingum. Það eru sem sagt 76 brottfluttir einstaklingar umfram aðflutta á heilum áratug, sex til átta manns á ári. Mér er ómögulegt að lesa í þetta einhverja bráða þörf fyrir álver til að stemma stigu við "fólksflótta".

Gefum okkur að þessir 76 og hinir 20 að auki, sem ég efast þó um að finnist vinnufærir og vinnufúsir án atvinnu á Húsavík, til samans gerir það 86 manns.

Hvað má eyða miklu af almannafé til að þessir einstaklingar fái stóriðjustörf fyrir norðan?

Sigurður Ingi Jónsson, 1.8.2008 kl. 22:13

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Af hverju er verið að ákveða þetta fyrst núna?

Sigurður Þórðarson, 3.8.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband