Fylgishrun ríkisstjórnar - veik stjórnarandstaða

Ingibjörg Sólrún og Geir H. Haarde Ekki er hægt að segja annað en ríkisstjórnin sé að fá vænan skell hjá kjósendum í fylgismælingum þessa dagana. Fylgið hrynur af henni og greinilegt að landsmenn hafa almennt orðið fyrir miklum vonbrigðum með verk hennar. Hún fékk vænt veganesti í upphafi en hefur misst mikið af því úr höndunum.

Að hluta skýrist þetta fylgishrun ríkisstjórnarinnar af því hversu lítið afgerandi hún hefur verið og hefur höktað áfram. Það hefur vantað afgerandi og trausta forystu í lykilmálum, flokkarnir hafa ekki enn eftir alla þessa mánuði náð að slípa sig saman og keyra samhent til verka. Ríflegur þingmeirihlutinn hefur ekki bætt úr skák og virðist frekar vera veikleikamerki en tákn um styrkleika. Svo er staðan í efnahagsmálum þannig að það má búast við að fylgið falli eitthvað.

Stóru tíðindin eru þó að slæm staða ríkisstjórnarinnar, sem virðist vera að keyra út í skurð, hefur ekki þau áhrif að stjórnarandstaðan styrkist að sama skapi. Flokkunum og forystumönnum þeirra í andstöðunni hefur ekki tekist að nýta sér veika stöðu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við stjórn landsins, eins kómískt og það hljómar. Enda varla furða að talað sé um að leiðtogar allra þessara flokka spili sig út úr pólitík á kjörtímabilinu.

Stjórnarandstaða sem getur ekki náð fylgi við þessar kjöraðstæður er ekki bógur til að taka við forystunni. Greinilegt er að fjöldi þeirra sem kusu stjórnarflokkanna í kosningunum 2007 eru ósáttir við verk hennar og eru ekki áhugasamir um að verja hana. Ég er ekki hissa á að það stefni í þá átt.

mbl.is Fylgi við ríkisstjórn minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ég held að þessi stjórn muni ná að sitja út kjörtímabilið en það eru miklar líkur að skipt verði út einhverjum ráðherrum eins og t.d Þórunni.
Framsókn enn með 9% og Guðni virðist ekkert verða ágengt í að auka fylgið við flokkinn,  spuring hvort Valgerður fari í formanninn.

Óðinn Þórisson, 3.8.2008 kl. 10:11

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það eru ekki aðrir kostir í stöðunni... kjósendur styðja ekki stjórnarandstöðuna til valda.... samanlagt fylgi D og S er 62% litlu minna en í kosningum og ekkert í stöðunni sem opnar á aðra ríkisstjórn...

Annars er þetta sama þróun og hefur verið í lífi allra ríkisstjórna frá því Gallup fór að mæla fylgið.... skoðaðu fylgi við ríkisstjórn D og B á líftíma þeirrar stjórnar í 12 ár. Meirihluta þess tíma var ríkisstjórnin langt undir 50%

Þegar efnhagsástandi fer að rétta úr kútnum breytist þetta....sennilega fyrrihluta næsta árs.... þá spái ég að fylgið fari í 60% en varla hærra en það.

Jón Ingi Cæsarsson, 3.8.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband