Nýr meirihluti - nýju tækifærin í Reykjavík

Óskar Bergsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir Þá hefur fjórði meirihlutinn í Reykjavík á innan við ári verið myndaður og mál nú komin á upphafsreit, áður en REI-málið klauf sextán mánaða meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hanna Birna Kristjánsdóttir, verðandi borgarstjóri, og Óskar Bergsson, verðandi formaður borgarráðs, voru sæl og glöð, umfram allt þó ákveðin í að standa sig vel, á blaðamannafundi fyrir stundu.

Tel þetta besta kostinn í stöðunni. Þessi meirihluti var það sem kom út úr síðustu kosningum og fór af stað af krafti og hafði gert góða hluti áður en hann hrökklaðist frá í moldviðrinu og látunum sem fylgdu deilum um Orkuveitu Reykjavíkur. Nú fá flokkarnir tækifæri, sumir myndu kalla það hið gullna tækifæri, að gera betur og reyna aftur við það að stýra málum rétta leið og taka farsælar ákvarðanir án hiks og málalenginga.

Áður en kom að REI-málinu var ekki mikið sem skildi flokkana að og samstarfið gengið vel. Nú ætti að vera hægt að halda þeim verkum áfram, nú með nýju upphafi þar sem báðir leiðtogar flokkanna hafa tekið við forystunni á síðustu mánuðum, eftir að Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson viku til hliðar, Björn Ingi fór í fjölmiðla og Vilhjálmur gaf eftir leiðtogastöðuna og tilkynnti að hann færi ekki fram aftur. Því ætti að vera hægt að leiða mál áfram með betri hætti og fá aðra nálgun á það.

Hef mikla trú á Hönnu Birnu og hef alltaf haft. Hún er öflug og traust kona, sem hefur alla tíð verið farsæl og ákveðin í sínum störfum. Henni fylgir ekki hik og óákveðni. Nú hefur hún fengið tækifærið til að taka atburðarásina í sína hendur, marka sig sem sterkan leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á eigin vegum og mynda meirihluta á sínum forsendum, ekki annarra sem leiddu mál í meirihlutagerð með Ólafi F. Magnússyni, meirihluta sem var andvana fæddur frá fyrsta degi.

Vonandi verður endurmyndað samstarf upphafið á nýju og góðu. Til hamingju Reykvíkingar með að fá góða og glæsilega konu sem borgarstjóra, fyrsta kvenkyns sjálfstæðisborgarstjórann frá því Auður Auðuns var borgarstjóri fyrir hálfri öld.

mbl.is Hanna Birna borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

Já, vonandi að það fari að birta til eitthvað í borgarmálunum. Það hefur verið þungskýjað að undanförnu.

Björn Magnús Stefánsson, 15.8.2008 kl. 03:51

2 identicon

Þú hlýtur að vera að grínast!! Þetta er bara léleg eftirlíking af Survivor þar sem allir stinga alla í bakið.  Liðið í ráðhúsi Reykjavíkur ætti allt að skammast sín og komin tími til að skipta algjörlega út þessum smákrökkum sem eru þarna í sandkassaleik!

og það á við um R listann líka... eini flokkurinn sem á eftir að sýna hvort hann getur eitthvað staðið sig er vg... 

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 04:32

3 identicon

Jæja ... nú er ljóst hvað ég mun gera næsta kjördag.  Sitja heima.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband