Undarleg afstaða - Marsibil vill frekar minnihluta

Marsibil Sæmundardóttir Erfitt er að skilja þá afstöðu Marsibilar Sæmundardóttur að styðja frekar pólitíska ævintýrafyrirbærið Tjarnarkvartettinn en meirihluta sem hennar flokkur stendur að í Reykjavík. Með því styður hún frekar aðra flokka en eigin og virðist vera að segja skilið við Framsóknarflokkinn. Erfitt er að líta öðruvísi á málið. Hún hlýtur að þurfa að skýra sitt mál við bakland Framsóknarflokksins betur en svo að halda í absúrd veruleika, fyrirbæri sem hefur engan meirihluta.

Marsibil hlýtur að hafa látið tilfinningar ráða för í upphafi þegar hún batt trúss sitt við minnihluta sem er og verður ekkert annað en minnihluti. Allir draumórarnir að mynda meirihluta með Ólafi F. Magnússyni eða varamanni hans, vinkonu hans Margréti Sverrisdóttur, voru byggðir á mjög veikburða sandrifi og dæmdir til að mistakast. Allt talið um að Ólafur F. vildi hliðra til fyrir henni hafa reynst ósannar og var ekkert annað en spuni vinstrimanna. Eftir stendur því pólitískt samband til vinstri án nokkurrar fótfestu.

Sú afstaða Marsibilar að vera frekar áfram í minnihluta en endurreisa samstarf við Sjálfstæðisflokkinn er því mjög sérstök, svo ekki sé nú meira sagt. Sjálfstæðisflokkurinn sleit ekki samstarfi við Framsóknarflokkinn fyrir tíu mánuðum en nú hafa flokkarnir náð saman aftur og komið málum á þann reit sem meirihlutinn var á fyrir REI-málið. Í því felast tækifæri sem á að nýta. Að Marsibil vilji frekar vera hluti af minnihlutanum við þær aðstæður að enginn var annar meirihlutinn til að taka við er því eins og hvert annað absúrdleikhús.

Ég yrði ekki hissa þó að erfitt yrði fyrir Marsibil að halda áfram pólitísku starfi fyrir Framsóknarflokkinn eftir að hún tekur þessa afstöðu. Það sést einna best í þessari kómísku frétt um stöðuna sem blasir við Marsibil, þegar hún vaknar upp við þá martröð að það var bara sýndarveruleiki að Tjarnarkvartettinn væri eitthvað annað en nafn á blaði, með eða án læknisins.

mbl.is Marsibil styður ekki nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stebbi.... ef eitthvað "fyrirbæri" er í þessu máli þá er það borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins..

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 12:15

2 identicon

"Marsibil hlýtur að hafa látið tilfinningar ráða för í upphafi þegar hún batt trúss sitt við minnihluta " segir þú. Væntanlega veistu að svona "tilfinningar" heita pólitísk lífsýn og sannfæring, sem hver og einn stjórnmálamaður verður að fara eftir. Ég er eiginlega undrandi yfir þessu bloggvinkli, Stebbi. Vonandi er pólitík ekki trúarbrögð þar sem allt verði að verja, hversu vont sem það er.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 12:16

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað er Tjarnarkvartettinn fyrirbæri, enda án lífsvonar þar sem enginn meirihluti er á bakvið hann. Þetta er svolítið fyndin absúrd-kómík að tala um þennan möguleika. Nema þá að þau hafi ætlað að eiga allt undir Ólafi F. þeim sem þau þoldu ekki en voru þá greinilega til í að upphefja. Enda var allt tal um að hann hætti bara blaður út í bláinn, spuni sem ekkert var á bakvið. Fannst það fyndið í gær þegar minnihlutinn var farinn að tala um meirihluta með varamanni. Húmorinn á sér greinilega engin takmörk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.8.2008 kl. 12:19

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Áfram sami vandræðagangurinn og skortur á skynsemi... einhver hefði kannski rætt við varamann sinn fyrirfram... en að ræða við Stebba um þetta hefur ekki tilgang.... flokklínan er honum heilög þrátt fyrir yfirlýsingar um annað þegar hentar

Jón Ingi Cæsarsson, 15.8.2008 kl. 12:22

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Flokkslínan? Ert þú ekki sjálfur Jón Ingi í nefndum og ráðum fyrir þinn flokk og styður hann út í eitt? Ég gegni engum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, er reyndar flokksbundinn en meira er það ekki. Auk þess hef ég oft farið mjög hörðum orðum um Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík á kjörtímabilinu. Þar hafa klárlega mistök verið gerð og nefni ég þá REI-málið og allt í kringum það. Studdi það ekki og talaði gegn verklagi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og var búinn að taka þá afstöðu að hann ætti að segja af sér löngu áður en margir flokksfélagar mínir tóku þá afstöðu. En það kemur því ekkert við að viðkomandi kona bindi trúss sitt við meirihlutamöguleika sem var aldrei mögulegur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 15.8.2008 kl. 12:26

6 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Marsibil hefur dæmt sjálfa sig í pólitíska útlegð og á alls ekki að starfa í pólitík. Það eina sem hún getur gert er að segja sig úr Framsóknarflokknum og gera misheppnaða tilraun til prófkjörs í samfylkingu eða Vinstri grænum. Hreint með ólíkindum hvernig hún hefur klúðrað málum fyrir sjálfan sig og flokkinn. Hún fékk gullið tækifæri til að láta gott af sér leiða en nennti ekki einu sinni að kynna sér málin og rauk í fjölmiðla og blés í lúðra. Pólitísk mistök eru oft gerð en mér finnst þessi með þeim spaugilegri, í raun gott að þessi uppákoma átti sér stað áður en þessi stúlka tók að sér meiri trúnaðarstörf fyrir borgarbúa :)

Davíð Þór Kristjánsson, 17.8.2008 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband