Er hið rökréttasta sanna lausnin á ráðgátunni?

911Eftir allar samsæriskenningarnar um það sem gerðist 11. september 2001, þar sem farið hefur verið hringurinn í öllu því ótrúlega í hugarórunum um tvíburaturnana, er ekki óeðlilegt að niðurstaðan á því hvað gerðist sé bæði einföld og trúanleg. Ég hef fyrir löngu misst töluna á öllum þeim vangaveltum sem blómstrað hafa á þessum sjö árum en fagna því mjög að eitthvað skynsamlegt bætist í flóruna.

Veit ekki hvort að þessar uppljóstranir rannsóknaraðila slá svosem nokkuð á alla þá aðila á veraldarvísu sem hafa ekki hugsað um annað í mörg ár en hvað hafi gerst og reynt að gera allar skynsamlegar raddir um atburðarásina ótrúverðugar og sá efasemdum og tortryggni. En verður nokkru sinni hægt að sameinast öll sem eitt um atburðarás þess sem gerðist þennan dag sama hversu augljósar staðreyndirnar eru?

Man eftir því að ég lenti einu sinni í afmælisveislu fyrir nokkrum árum þar sem þetta var liggur við eina umræðuefnið. Þvílíkt augnablik. Ég var orðinn ringlaðri en stuðningsmenn F-listans þegar samræðunum lauk, auðvitað án niðurstöðu. En ég held að þarna sé nú hægt að finna skynsamlegan flöt á niðurstöðu.

En munu þeir sem hafa eytt sjö árum í að kynda undir absúrd-veruleika tengdum 11. september 2001 hætta að velta þessu fyrir sér nú? Sennilega er það jafnlíklegt og þeir Ólafur F. og Jón Magnússon mæti saman í Kvöldgesti hjá Jónasi.

mbl.is Ráðgátan leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er einn af þeim sem tel að ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi 9/11 málið. Ég ætla ekki að útiloka þessa skýringu vísindamannanna algjörlega, en mér þykir hún samt svo ótrúleg. Akkúrat í fyrsta skipti í sögunni gerist það þarna að hiti eyðileggja skýjakljúf? Skýringarnar með olíuna í geymslu í húsinu, hvað með fréttir af sprengingum? hvað með myndbandsupptökur af því sem lítur út fyrir að vera hvellur? Hverju á maður sosum að trúa? Ég veit ekki.

En þegar 3 ára vinna er að baki, finnst mér þessi niðurstaða afar fátækleg. Og það sem ég kaupi ekki frá þér er fyrirsögnin : "rökréttasta"? af hverju er það rökrétt að brak úr turnunum eyðilagði þessa byggingu? hvað með aðrar byggingar í kring?

Come on ... blundar ekki í þér smá forvitni yfir ýmsu varðandi þetta mál? Eða kaupirðu alltaf official skýringar? (hvort sem reppar, demókratar, sjallar eða samfylking sé við völd?) 

Kærar kveðjur.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 10:27

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Alls ekki leiðinlegt að heyra pælingar um þetta, Doddi. En sumt er svo langsótt að það hljómar eins og hluti úr Die Hard-kvikmynd. Við verðum að viðurkenna það, svona alveg heiðarlega. Annars eru samsæriskenningar ágætar svo langt sem þær ná.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.8.2008 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband