Framtíðarmaðurinn í íslenska markinu

Björgvin Páll Björgvin Páll Gústavsson hefur heldur betur verið einn lykilmannanna í þeim ævintýralega árangri sem landsliðið er að ná í Peking. Hann er klárlega framtíðarmaður í liðinu og hefur staðið sig frábærlega. Hann fékk sitt tækifæri og hefur haldið betur staðið undir því trausti.

Mér fannst Björgvin sérstaklega brillera í leiknum á móti Pólverjum. Markvarslan var auðvitað bara alveg stórfengleg og hann átti lykilþátt í að landa þeim sigri að mínu mati. Þetta er því klárlega ein helsta þjóðhetjan í þeirri þjóðhátíð sem við eigum um helgina.

Fannst áhugavert að lesa sögu hans og hvernig hann reis upp úr sínu og varð sá frambærilegi íþróttamaður sem hann er, framtíðarmaður í marki íslenska landsliðsins.

mbl.is Handboltinn bjargaði honum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það getur verið varasamt að nota lyf, ekki fyrstu foreldrarnir sem hafa sett spurningarmerki við ritalin.

Ester Sveinbjarnardóttir, 24.8.2008 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband