Sarah Palin ræðst á Obama af krafti í ræðunni

SarahPalinPólitísk stjörnustund Söru Palin verður nú eftir miðnættið. Þar verður hún að kynna sig og tala sig upp í varaforsetahlutverkið. Sögusagnir herma að hún muni ekki flytja neina tæpitungu og ætli að ráðast á Barack Obama af miklum krafti og tala opinskátt um árásir gegn sér síðustu dagana. Þetta þarf varla að koma að óvörum.

Nokkur brot úr ræðunni hafa verið birt og segja þau allt um hvernig ræðan verði: "Here's how I look at the choice Americans face in this election. In politics, there are some candidates who use change to promote their careers. And then there are those, like John McCain, who use their careers to promote change."

Og allir sjá hvert þessum orðum er beint: "I guess a small-town mayor is sort of like a 'community organizer,' except that you have actual responsibilities." Með öðrum orðum: hún ætlar að hjóla í Obama; hann sé reynslulaus í forsetaembættið og mun auðvitað tala um stjórnunarreynslu sína, sem hún hefur umfram Obama.

Þetta verður augljóslega mjög pólitískt kvöld hjá repúblikunum. Öll teikn eru á lofti um að þetta verði ein átakamaskína gegn demókrötum; þeir verði mun beittari í gagnrýni en demókratar voru á flokksþingi sínu í síðustu viku. James Carville gagnrýndi reyndar flokksfélaga sína mjög fyrir að vera of mjúkmálir við andstæðinginn. Repúblikanar ætla greinilega að sleppa því alveg að vera mjúkmálir.

Frú Palin ætlar sér greinilega að setja maskínuna á fullt, bæði kynna afrek sín og lífsreynslu og ráðast að Obama/Biden án nokkurs hiks. Mun líka markaðssetja sig sem konuna sem getur breytt Washington. Ræðan verður greinilega bitmikil, ákveðin og afgerandi. Frú Palin verður að kynna hver hún sé og líka sýna að hún hafi kjaft og kraft í varaforsetahlutverkið. Greinilegt að við sjáum það.

Palin-fjölskyldan ásamt John McCain og tengdasyninum margfræga, Levi Johnston
Og hún mun svo sýna fjölskylduna eftir ræðuna. Tengdasonurinn margfrægi er kominn til St. Paul og verður í sviðsljósinu í kvöld. Bristol Palin og Levi Johnston tókst að yfirskyggja sjálfan McCain við athöfn á flugvellinum þegar hann kom til St. Paul í dag. Allir munu fylgjast með Palin-fjölskyldunni í kvöld.

Ef marka má ræðubútana og markaðssetninguna í dag verður þetta fjölskylduvænt kvöld með mjög pólitísku yfirbragði þar sem fyrsta konan í forsetaframboði fyrir repúblikana bítur hressilega frá sér og lætur finna fyrir sér, hún hafi pólitíska vigt á stóra sviðinu í St. Paul.

mbl.is Eftirvænting í St.Paul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert ekkert smá-duglegur að skrifa um þessi mál og flokksþing repúblikana, Stefán. Gott að hafa svona fréttaveitu, sem fjalla ekkert síður um þennan flokkinn en hinn. – Með kveðju og þökk,

Jón Valur Jensson, 4.9.2008 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband