Nær Eimskip því að verða hundrað ára?

Eimskip Augljóst er að Eimskip riðar til falls. Björgólfsfeðgar ætla nú að reyna allt til að bjarga þessu forna veldi í íslenskri viðskiptasögu, sem þeir keyptu fyrir fimm árum í ævintýralegum viðskiptum. Mikill yrði skellurinn ef fyrirtækið færi á hausinn undir þeirra leiðsögn, en þeir hafa sofið allhressilega á verðinum með þá sem þeir hafa treyst fyrir stjórnun þess. Mikil eru mistökin.

Þegar Eimskip var stofnað árið 1914 var það kallað óskabarn þjóðarinnar. Mikill ævintýraljómi hefur verið yfir velgengni þess - merkileg saga er að baki. Hverjum hefði dottið í hug þegar Hörður Sigurgestsson lét af forstjórastarfi í Eimskip fyrir átta árum að innan áratugar yrði jafnvel ævintýrið mikla úti. Hörður skilaði mjög góðu búi þegar hann lét af störfum. Ljóst er að margt hefur farið á verri veg og öllu hefur verið sólundað í tóma vitleysu.

Eftir þingkosningarnar í fyrra velti ég því fyrir mér hvort Framsóknarflokkurinn næði að lifa fram að hundrað ára afmælinu árið 2016. Réttmæt spurning sem á enn vel við þegar Framsóknarflokkurinn nær ekki að notfæra sér kjöraðstæður til að endurreisa flokkinn við í skoðanakönnunum. Nú gildir hið sama um Eimskip. Strandar óskabarn þjóðarinnar á tíunda áratug starfsaldarinnar eða nær það að halda upp á aldarafmælið árið 2014?

Sex ár eru jafnan ekkert svo sérstaklega langur tími, en fyrir Eimskip í þessari stöðu er það kannski of langur tími til að tóra. Hver veit?

mbl.is Björgólfsfeðgar tilbúnir að bjarga Eimskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eimskipafélgið sem þú talar um heitir nú Straumur fjárfestingabanki ef ég man rétt.

Temujin (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 13:16

2 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Stebbi; Þetta tiltekna Eimskipafélag er EKKI gamla óskabarnið. Þetta tiltekna Eimskipafélag er vegna nafnabreytingar öllu heldur Avion Group. Þetta er með öðrum orðum "gamla" Atlanta félagið. Gamla skipafélagið er á allt annarri kennitölu. Spurðu bara.

Friðrik Þór Guðmundsson, 10.9.2008 kl. 16:44

3 identicon

Þú spyrð hvort að Eimskip verði 100 ára.  Á rekstrarlegum forsendum er það útilokað.  Ef ársreikningar félagsins eru skoðaðir, má sjá að félagið er ævintýralega skuldsett (vaxtaberandi skuldir eru 165 milljarðar (!)).  Hagnaður félagsins mun aldrei standa undir greiðslum á afborgunum þessa lána.

 Hins vegar má spyrja hvort að þetta sé ekki mjög persónulegt mál fyrir Björgólf eldri.  Hann fer nú varla að setja tvö skipafélög á hausinn.  Það er mín spá, að Björgólfur leggi allt í sölurnar fyrir æru sína.  Hann hefur núþegar tekið á sig 26 milljarða.  Hann (eða sonur hans) mun taka á sig rest, ef á reynir.

Jóhann (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 17:40

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Ég veit vel að gamla Eimskip hvarf inn í hít sem fékk á sig allt önnur formerki. Allt er breytt og hefur farið svo marga hringi að allir eru hættir að telja. Ég var að tala um Eimskip sem vörumerki. Óskabarnið sem svo hefur verið nefnt. Í mínum augum er Eimskip og verður visst vörumerki. Það var endurvakið fyrir nokkrum árum eftir grúpperí-fylleríið, sem var gott mál. Ég bloggaði einmitt um það á sínum tíma. Ég er því að tala um aldargamalt Eimskipsvörumerkið en ekki kennitöluna sem slíka.

Bloggfærslan um endurreist Eimskip er hér. Hefði kannski átt að benda á það með þessu og tala skýrar um þetta sem vörumerki, en flestir hafa vonandi skilið hvað ég var að meina.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.9.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband