Fjármálaráðherra kastar stríðshanska í ljósmæður

Mér finnst það vera eins og skrattinn úr sauðaleggnum að demba kærumáli framan í ljósmæður á viðkvæmum tímapunkti í samningaviðræðum við þær. Þetta er ekki Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, til sóma, frekar en svo margt annað sem hann hefur gert á síðustu misserum. Velti því reyndar fyrir mér hvað maðurinn sé að hugsa? Á kannski að slá ljósmæður niður með þessu og fá þær til að sætta sig við auman díl? Efast um að þetta sé gott upphaf á áframhaldandi viðræðum.

Eftir síðustu kosningar náðu Sjálfstæðisflokkur og Samfylking saman um marga hluti, hafa orðið sammála um að vera ósammála um annað. En hvað með það. Samstaða náðist um að bæta meðal annars kjör ljósmæðra. Ef það tekst ekki bráðlega að leysa þessi mál farsællega, með vísan í þær heitstrengingar, verður talað um svik á loforðum af hálfu stjórnarflokkanna. Er það byrjað nú þegar.

Auðvitað má alltaf búast við að það taki tíma að semja í vandasömum deilum. En það er komið nóg. Meiri sómi væri af því hjá fjármálaráðherra að taka á málinu en með svona vinnubrögðum.

mbl.is Ljósmæður: Uppsagnir löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þarna kenndi ég drenginn réttann.

Partur af því var viðtalið á N4 um daginn, breytti minni skoðun um þig sem aumann flokkssnata, annað var þetta innlegg.  Svo náttúrlega skrifar þú fallegt mál & er fjarri því að vera yfirborðslegur í þinni umfjöllun,

Til hamíngju með það líka að eitthvað fólk nenni að elta ólar við þig & þinn stíl á blogginu.  Mikið öfunda ég þig af þeirri öfund.

& takk fyrir bloggvináttuna.

Steingrímur Helgason, 12.9.2008 kl. 00:50

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Var að setja saman myndband um málið. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.9.2008 kl. 02:37

3 identicon

Get ekki verið meir sammála þér Stebbi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 09:01

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ég er hræddur um að Árni Mathiesen dýralæknir hafi gert mikil mistök. Ég er hræddur um að afleiðingarnar verði varanlegar fjöldauppsagnir og að ljósmæður leiti sér annarra starfa. Svona lagað gera skynsamir menn ekki, síst af öllu þegar samningar eru í gangi.

Ágúst H Bjarnason, 12.9.2008 kl. 09:09

5 Smámynd: 365

En einmitt svona er tekið á málinu af þínum flokksmönnum Stefán.

365, 12.9.2008 kl. 11:15

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Mér blöskrar framkoma Árna Mathiessen fjármálaráðherra gagnvart ljósmæðrum sem eru í kjaraviðræðum að hann skuli stefna þeim finnst mér ekki boðleg fyrir ráðherra sjálfstæðismanna. það skal tekið fram að allir sem vilja og eru í vinnu hjá atvinnurekenda geta sagt upp störfum ef viðkomandi líkar ekki vinnan sem betur fer. þannig er þetta í lýðræðisríkjum.

Það vekur eftir tekt hjá mér að Árni er orðin allt í einu vinstri maður og framfylgir stefnu ólíðræðisríkja sem reyna að kúa fólk niður með öllum tiltækum ráðum. Ég sjálfur er búinn að fá mig fullsaddan á honum því hann hefur ekki tök á því sem hann er að gera, ég undrast hvað formaður sjálfstæðismanna skuli ekki stöðva hann sem fyrst áður enn hann verður flokknum til vansa. Honum væri nær að leysa þetta mál sem fyrst, það hlýtur að vera möguleiki á því. Stað þess að fá alla á móti sér.

Stefán tek heilshugar undir þín orð. Enn þú hefur áður tekið fastar á málunum. Fólkið sem ég umgengst á ekki auka tekið orð yfir svona aðferðafræðum fjármálaráðherra það hlýtur að vera vitlaust gefið.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 12.9.2008 kl. 11:20

7 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin.

Þakka þér sérstaklega, Steingrímur, fyrir vinsamleg og góð orð. Met þau mjög mikils.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.9.2008 kl. 11:51

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svona til að vera hundleiðinlegur, --að vanda, vil ég benda á, að Stríðshanska er ekki kastað í fés viðkomandi, heldur er hann látin falla eða honum hent á völl, sem síðar nefnist víg völlu, það er eftir að bardagi hefur orðið og menn vegnir á velli.

Ráðherra á ekki annarra kosta, ef marka má yfirlýsingar þeirra BARB manna, sem eru að semja við þessar elskur.

Miðbæjaríhaldið

von 101(lesist fonn 101)

Bjarni Kjartansson, 12.9.2008 kl. 13:08

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

Alþingi er nýbúið að lengja nám ljósmæðra. Námið er í 6 ár. 4 ára hjúkrunarnám og 2 ára ljósmæðranám.

lögfræðingurinn tekur aðeins 5 ár svona til samanburðar. 

ljósmæðranám ætti því að teljast til mastersnáms og þær ættu að fá borgað eftir því. þ.e.a.s. með auknu námi og réttindum fylgi hærri laun. 

það er hinsvegar dapurt að sjá að þeir sem helst ættu að styðja nú við bakið á ljósmæðrum koma þeim ekki til hjálpar. hvar eru stéttarfélög og verkalýðsfélögin? 

bíða þau kannski á hliðarlínunni og ef ljósmæður fá hækkun þá ætla þau sér að rjúka til og stinga ljósmæður í bakið með því að biðja um sömu hækkun á grunnlaunum? ef öll verkalýðs og stéttarfélög lofa ekki núna að standa við bak Ljósmæðra og sverja að þau munu ekki biðja um sömu hækkanir. aðeins þannig munu samningar nást og kjör Ljósmæðra batna til lengri tíma. 

Fannar frá Rifi, 12.9.2008 kl. 13:41

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Fannar minn, það er nú ekki öll skólaganga jöfn á metunum.

Svo mun seint, sama hvað baulað er og kvartað.

MR var talin vera erfiðastur Menntaskóla og frá honum hafi brautskráðst flestir í Raungreinageirann og er þar undir Læknadeild.

Síðan hafa hinir aðskiljanlegu skólar fengið forskeytið Háskóli við nafn sitt   --  stundum viðskeyti.

Það breytist afar fátt við nafnabreytingu.

 Innihaldið er svipað.

Kennaraskólinn var góður skóli á framhaldsskólastigi síðar var hann gerður að ,,Háskóla" fátt breyttist og ekki komu neitt berti kennarar út ú r honum en Kennó gamla.  Það þekkir þú á eigin skinni.

Svipað er um Hjúkrunarkvennakkólan, fátt breyttist í námi nemenda við nafnabreytinguna eina, nema ef vera kynni, færri sem skiluðu sér í fagið eftri nám.

Svo mun enn.  alskonar skrifstofudjobb búin til við sjúkrahúsin.

Semsagt fátt nýtt undir Sólinni og sjálfsmatið enn á fuullu hjá mönnum og þeir ,,eiga heimtingu á" hinu og þessu.

Takk í bili

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 12.9.2008 kl. 14:29

11 identicon

Alveg hreint ótrúlegt hvað Geir lofar Árna Matt að lafa sem ráðherra í ljósi þeirrar staðreyndar að Árni er að mála Sjálfstæðisflokkinn ítrekað út í horn.

Stefán (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 14:42

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ljósmóðir er með mastersgráðu

Hólmdís Hjartardóttir, 12.9.2008 kl. 14:50

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Bjarni það er einmitt hluti af vandamálinu.

þessi endalausa menntunarkrafa og oft á tíðum menntasnopp. Meirihlutin af Ljósmæðrum í dag eru þær sem útskrifuðust úr gamla kerfinu. það hefur dugað hingað til og ekki erum við neitt verri fyrir vikið. 

er í raun þörf á því að Ljósmæðranám sé svona langt? og ef útí það er farið. höfum við þörf á því og gagnast það okkur eitthvað meira að neyða þá sem vilja gera eitthvað til að vera í fleyri fleyri ár í skóla?

þurfum við ekki að setja stopp á þessa endalausu lengingu á námi?

ef einhver ákveður að gerast ljósmóðir og fer í gegnum nám 100%. á venjulegum hraða án þess að taka pásu eða hlé frá námi. þá útskrifast hún 26 ára gömul að koma fyrst inn á vinnumarkaðin. þá eru 39 ár eftir af vinnu ævinni. 

Fannar frá Rifi, 12.9.2008 kl. 14:51

14 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við bara verðum að viðurkenna að Fjármálráðherra er með sjálfseyðingarhvöt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.9.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband