Frjálslyndir í upplausn - uppreisn gegn formanni?

Guðjón Arnar KristjánssonSundrungin og sjálfstortímingin innan Frjálslynda flokksins tekur enn á sig nýjar myndir. Uppreisnin gegn Kristni H. Gunnarssyni er að snúast upp í uppreisn gegn Guðjóni Arnari Kristjánssyni, formanni flokksins, ef marka má yfirlýsingar Valdimars Jóhannessonar. Miðstjórn flokksins og einstaka fulltrúar í henni eru farnir að sækja sér ægivald yfir formanni flokksins og skipa honum fyrir verkum í nafni stöðu sinnar innan miðstjórnar og senda honum tóninn í fjölmiðlum.

Mér finnst athyglisvert að sjá Valdimar koma fram með þessum hætti. Litlu munaði að Guðjón Arnar tryggði þessum manni þingsæti á kosninganótt 1999. Eins og flestir ættu að muna náði Guðjón Arnar kjördæmakjöri í Vestfjarðakjördæmi og tryggði þar með undirstöðu flokksins allt fram á þennan dag á persónulegu fylgi sínu. Framan af kosninganótt var Valdimar Jóhannesson inni sem alþingismaður í jöfnunarsæti í Reykjaneskjördæmi en féll síðla nætur þegar stofnandinn Sverrir Hermannsson náði sætinu af Valdimar.

Frjálslyndi flokkurinn virðist vera orðinn stjórnlaus. Fylkingarnar eru greinilega að riðlast og mér finnst umvandanir og skipanir til formannsins helst minna á tilraunir til uppreisnar og yfirtöku á flokknum. Talað er til Guðjóns Arnars eins og hann sé aukapersóna í flokknum en ekki undirstaða hans og styrkasta stoð. Þetta er nokkur breyting. Þrátt fyrir alla ólguna til þessa hefur staða Guðjóns Arnars jafnan verið trygg og enginn reynt að tala svona til hans.

Margrét Sverrisdóttir lagði ekki í formannsframboð á sínum tíma gegn Guðjóni, sem hefði þó verið það skynsamlegasta enda ekki séð hvernig hún gæti unnið með Guðjóni Arnari eftir að hann tók afstöðu gegn henni og síðar studdi Magnús Þór til varaformennsku gegn henni. Klofningur flokksins á þeim tíma var óumflýjanlegur. Þar var uppgjör um persónur en nú virðist vera sótt að Guðjóni Arnari bæði vegna persóna og málefna. Hann er eiginlega beðinn um að slá af Kristinn H. og fara eftir valdi miðstjórnar í tilteknu máli. 

Yfirlýsing Valdimars Jóhannessonar er skýrasta dæmið um að hlýði Guðjón Arnar ekki sér og þeim sem fylgja Jóni Magnússyni að málum muni vera sótt ekki aðeins að Kristni H. heldur og honum sjálfum, formanninum og undirstöðu flokksins. Pólitískt er ekki hægt að túlka þetta öðruvísi. Vissulega eru það tímamót en gera klofnings- og sundrunarmálin innan flokksins enn áhugaverðari og spennandi. Þetta er flokkur með mikil innanmein og virðist á góðri leið með að falla fyrir eigin hendi á kjörtíma.

Þvílíkt drama á einum stað. Stóra spurningin er nú hvort formanninum verði steypt af stóli á næsta landsfundi og ráðist verði að þeim. Allir vita að Guðjón Arnar sótti Kidda sleggju prívat og persónulega. Hann fékk þingflokksformennskuna úr hendi Guðjóns Arnars. Upphefð hans, sem er mikill þyrnir í augum fulltrúa Nýs afls innan flokksins, kom úr hendi Guðjóns Arnars. Aðför að honum nú er aðför að Adda Kitta Gau.

Hvernig verður annars samstarfið í þessum þingflokki í vetur? Einn þingmanna búinn að lýsa yfir vantrausti á þingflokksformanninn, samherjar sama manns eru búnir að senda út stríðsyfirlýsingar á þingflokksformanninn og formann flokksins um að hlýði þeir ekki muni þeir koma í bakið á þeim báðum, ekki síður Guðjóni. Þetta valdadrama á eftir að verða áhugavert í vetur.


mbl.is Glymur klukkan Kristni eða Guðjóni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Stóra spurningin er, hvað veldur Nýtt afl mikklum usla áður en þeir ganga til baka úr flokknum.........og farið hefur fé betra

Sverrir Einarsson, 18.9.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

ég spái því að Guðjón Arnar og Kristin H. fari fram saman í næstu kosningum og allavega annar þeirra ef ekki báðir ná inn á þing. á meðan munu þeir hinir ekki koma einum manni að, sérstaklega ekki í heimakjördæmi þeirra, nv kjördæmi.

Annars eru sumir frjálslyndir eitthvað viðkvæmir í þessari umræðu. 

Fannar frá Rifi, 18.9.2008 kl. 13:55

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þetta virkar allt eitthvað mjög einkennilega. Jón Magnússon er potturinn og pannan í þessu leikriti sem er í gangi sem virðist miðast við að hann verði formaður flokksins.

Óðinn Þórisson, 18.9.2008 kl. 18:04

4 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Þvílíkt kjaftæði, þið vitið alls ekki hvað þið eruð að segja. Nýtt Afl kemur þessu máli ekkert við Sverrir, ég var sjálf í þeim félagsskap og þú lýgur þessu. Jón Magnússon er ekki potturinn og oannan á bak við neitt af þessu. Eiríkur Stefánsson sem flutti erindið á fundinum er ekki Jón Magnusson eða nýtt afl.

Málið er mikið dýpra og eldra en það sem gefið er uppi. Þið sem látið sem þið þekkið pólitil vel látið glepjast af Kristni H. Það er engin að gera Guðjóni neitt nema Kristinn sjálfur. Hafa skal það sem sannara reynist strákar mínir það er alltaf heillavænst.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.9.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Guðrún. Frjálslyndir hafa verið þögglir og fúlir undanfarinn sólahring. enginn vill segja neitt og ef þeir segja eitthvað þá er það venjulega í formi fúkyrða af einhverju tagi.

þannig að þessi sannleikur sem þú talar um er ekki ljós fyrir okkur sem ekkisem stöndum fyrir utan þenna flokk.

síðan hefur maður séð á síðum einhverra Frjálslyndra, að þeir mjög óánægðir og kenna öllu upp á Jón. þannig að það virðast standa orð á móti orði.

Fannar frá Rifi, 19.9.2008 kl. 09:36

6 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Fannar, það er alveg augljóst að við innan FF erum ekkert að hlaupa með hlutina í Fjölmiðla,

Þeir sem þekkja og kunna að lesa úr stjórnmálum hljóta að sjá leikinn sem verið er að leika. Það er alþekkt að þeir sem eru sökudólgar gera sig gjarnan að blóraböggli og þannig er það einmitt núna.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.9.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband