Mikilvæg stuðningsyfirlýsing fyrir Björn

Björn Bjarnason Stuðningsyfirlýsing Lögreglustjórafélagsins við Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, styrkir ráðherrann mjög í sessi í átökum vegna Jóhanns R. Benediktssonar, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Greinilegt er að Jóhann hefur verið mjög einangraður innan Lögreglustjórafélagsins ef marka má orðalagið og tóninn í yfirlýsingunni og staða ráðherrans sterk í þeirra hópi.

Björn hefur ekki hikað í átökum vegna þessa máls. Hann kom mjög vel fyrir í Kastljósviðtali í vikunni, talaði hreint út um þessi mál og kom afstöðu sinni vel til skila. Jóhann hefur farið víða í fjölmiðlum og sagt sína hlið. Greinilegt er að einhver trúnaðarbrestur hefur orðið í samskiptum þeirra, en mér finnst helst standa upp úr hversu ósáttur Jóhann hefur verið við tilfærsluna úr utanríkisráðuneyti yfir í dómsmálaráðuneyti.

Mér finnst sífellt augljósara hversu miklar breytingar hafa orðið á starfi Jóhanns. Gamla staðan hans hefur verið lögð niður og hann hefur verið að fóta sig á nýjum vettvangi en greinilega verið þar mjög til hliðar og átt erfitt með að ná þar í gegn með sín mál og áherslur. Yfirlýsingar hans verða skiljanlegri í því ljósi.

Björn hefur í öllu þessu máli sýnt vel að hann er ekki pópúlisti í sinni pólitík. Hann hefur tekið afstöðu til málsins og hugsað þar í engu um mögulega skammtímahagsmuni en tekið skrefið. Greinilegt er að Lögreglustjórafélagið bakkar hann upp í því - sú yfirlýsing styrkir ráðherrann mjög í sessi í þessum ólgusjó.

mbl.is Styðja dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þögn þín Stebbi um þessi mál hefur verið pínleg enda þinn helsti guð í skotlínu. Auðvitað styðja lögreglustjórar Björn... hvað annað... starfið er í húfi því ef þú ert ekki viðhlægandi BB ertu andstæðingur og réttrekinn. Það vita allir þeir sem hafa unnið undir hans stjórn í menntamála og dómsmálaráðuneyti.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.9.2008 kl. 15:32

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það styrkir ekki stöðu BB! Það veikir hana. ég æla að setja allar upplýsingar sem ég er með um þennann mann á netið. Bara ekki á MBL...Meiri svikahrappurinn..

Óskar Arnórsson, 28.9.2008 kl. 18:29

3 identicon

Það er góð speki að ef þú treystir þér ekki til að sigra óvin þinn gakktu þá til liðs við hann. Brýnt er í þessari stöðu að lesa vel Góða Dátann Sveik því hann lenti í þeim ósköpum að villast yfir víglínuna og áður en hann vissi af var hann farinn að skjóta á sína bandamenn. Eða eins og segir í fótboltanum að betra er að vita með hvað liði er spilað þegar maður stekkur upp til að skalla boltann annað hvort í markið eða fram á teiginn.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:41

4 Smámynd: Ólafur Árni Torfason

Myndu þeir ekki bara fá sparkið eins og Jóhann hefðu þeir sagt einhvað? Það hefur verið við lýði hjá þeim "heitt elskuðu" stjórnmálamönnum okkar að losa sig þá sem segja einhvað...

Nei bara spyr svona

Ólafur Árni Torfason, 28.9.2008 kl. 21:08

5 identicon

Maðurinn er hálfviti. Það vita allir sem sjá og heyra og eru með kvarnirnar í lagi.

spritti (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 22:47

6 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ekki sé ég mikinn stuðning þó einhver örfá prumphænsn styðji fornaldarskrípi...

 Aðeins eru 15 menn lögreglustjórar ef frá eru taldir skólastjóri lögregluskólans, vararíkislögreglustjóri og ríkislögreglustjóri...

kveðja Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 29.9.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband