Rússíbanareið krónunnar

Ekki er það fögur sjón að líta á stöðu krónunnar eftir þriðjudagsþrillerinn á mörkuðunum; þetta er rússíbanareið í meira lagi. Hver sá sem hefði lagt svona tölur á borðið fyrir nokkrum mánuðum, hvað þá ári eða tveim, hefði verið talinn galinn.

Hvað gera stjórnvöld núna? Er nema von að spurt sé.

mbl.is Krónan veiktist um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ívar Pálsson sem er hérna á blogginu sagði fyrir um þetta fyrir næstum tveimur árum síðan í færlsunni "Fall Íslands".  Mér fannst þetta þá vera rökrétt hjá honum og nú hefur það komið á daginn. Kannski er rússíbanin en á niðurleið?Ívar getur kannski sagt til um það.

Magnús Sigurðsson, 30.9.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Fara rússíbanar ekki stundum upp líka, ólíkt krónum?

Svanur Gísli Þorkelsson, 30.9.2008 kl. 20:49

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Afleiðing helgarfyllerís Seðlabankastjóra?  Þorsteinn Már segir, að þessu hafi verið spáð við samningaborðið!

Auðun Gíslason, 30.9.2008 kl. 21:48

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ekki hjálpaði þetta að ræna heilum banka/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.9.2008 kl. 21:57

5 Smámynd: Stefanía

Þvílíkir rugludallar !

Stefanía, 1.10.2008 kl. 00:48

6 Smámynd: Fannar frá Rifi

Svanur, vorum við ekki uppi og fórum upp upp upp? eða alveg þangað til að allir éldu að 80 krónur fyrir hverja evru væri eðlilegt.

krónan mun fara aftur upp. hlutabréf líka. 

að halda öðru fram er eins og að segja að það muni aldrei vora framar því þetta er svo harður vetur. 

Fannar frá Rifi, 1.10.2008 kl. 10:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband