Eru stjórnarslit í uppsiglingu?

Ingibjörg Sólrún og Geir Áhugavert er að fá þau tíðindi að ríkisstjórnin hafi verið á fallanda fæti í gær, á sama tíma og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Björgvin G. Sigurðsson mættu í Ísland í dag til að tala sig saman og virka samstíga. Sá síðarnefndi sagði reyndar í þeim þætti að stjórnin hefði aldrei staðið betur en einmitt í þessari viku. Ekki nema það já.

Mér finnst ráðaleysi ríkisstjórnarinnar, sem kom fram í því að ekki var tilkynnt um neitt stórvægilegt í stefnuræðunni, koma fram í þessu. Afleitt er ef ekki tekst samkomulag sem fyrst um næstu skref í þeirri stöðu sem blasir við íslensku þjóðinni. Nú er mjög mikilvægt að náð verði samkomulagi um áherslur og hugsað til framtíðar en ekki litið í baksýnisspegilinn.

Ég hef haft það á tilfinningunni seinnipart vikunnar að ríkisstjórnin komi sér ekki saman um mikilvægar áherslur og sé hikandi á örlagatímum þjóðarinnar. Auðvitað er það vont og enn verra verður það ef stjórnarslit verða í þessari krepputíð sem blasir við þjóðinni. En á það verður að líta að stjórnin hefur verið ráðalaus mjög lengi og átt erfitt með að stilla saman strengi í lykilmálum.

En þessi fréttaskýring kemur fréttaviðtalinu með Þorgerði og Björgvini í annað ljós, svo sannarlega. Hitt er svo annað mál að Samfylkingin hefur verið veik í atburðarás vikunnar. Formaðurinn er víðsfjarri vegna veikinda, varaformaðurinn utan stjórnar, án hlutverks, og sá sem í raun leiðir flokkinn hefur ekki leiðtogahlutverk innan hans, þó vissulega sé hann fyrsti formaður hans.

mbl.is Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég get tekið undir það sem þú segir um ráðleysi ríkisstjórnarinnar. Hún virðist einhvern veginn dofin og úr takt við þjóðina. Ráðherrar og aðrir ráðamenn eru nýbúnir að þiggja ágætiskjarabætur en eru langt frá því að sýna að þeir séu þeirra verðir. Það vantar alla forystu og það að sýna samstöðu með þjóðinni á þessum hremmingartímum. Það eru margir skelkaðir og örugglega fyllast margir vonleysi og þá sérstaklega þegar forystumenn þjóðarinnar standa hikandi á hliðarlínunni og gefa engin skýr fyrirheit um aðgerðir sem gripið verður til.

Gísli Sigurðsson, 3.10.2008 kl. 13:22

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Stjónarslit gætu skeð,það  er ekki alltaf betra að hafa svona mikinn meirihluta,menn tala meira út og inn með svona stjórunum,svo er þetta ekki gott allir Ráðherrar og flokksmen Samf.tala bara um Efnahagsbandalagið!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.10.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband