Ríkisyfirtaka innlendrar bankastarfsemi í augsýn

Geir H. Haarde
Við erum á viðsjárverðum tímum í sögu íslensku þjóðarinnar. Ekki er hægt að lesa ávarp Geirs H. Haarde, forsætisráðherra, öðruvísi en við taki ríkisyfirtaka innlendrar bankastarfsemi landsins nú þegar í dag með samþykktum Alþingis og það muni renna í gegn með pólitískri samþykkt allra flokka landsins. Hljóðið var mjög þungt í Geir og það er eðlilegt, enda er þetta mikið áfall fyrir Íslendinga alla, en nú skiptir máli að vernda hagsmuni almennings og taka á stöðunni fumlaust.

Sumum fannst erfitt að skilja Geir, en ég tek nú ekki undir það. Skilaboðin eru mjög einföld. Ríkið ætlar ekki að ábyrgjast bankana og tekur aðra afstöðu til málsins en lengi vel var í augsýn. Tryggt er að Fjármálaeftirlitið, fyrir hönd ríkissins, taki að sér rekstur bankanna ef þeir fara í þrot í þessari stöðu. Ekki er það ósennilegt eins og staðan blasir við núna.

Mér finnst þetta jafngilda náttúruhamförum fyrir Ísland, bara undir öðrum formerkjum. Þetta eru söguleg þáttaskil fyrir þjóðina - vonandi komumst við í gegnum þennan ólgusjó.

mbl.is Neyðarlög sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband