Nýi Landsbankinn rís upp á gömlum grunni

Ég fagna því að Landsbankinn er að rísa upp að nýju undir nýjum merkjum. Vonandi mun ganga vel að fóta sig áfram eftir áföllin að undanförnu. Vil óska Elínu Sigfúsdóttur til hamingju með að verða bankastjóri Landsbankans. Auðvitað hefði maður viljað að þau tímamót að fyrsta konan yrði bankastjóri yrði við gleðilegri aðstæður en þessar, en engu að síður eru það söguleg þáttaskil sem einhver ögn af gleði ætti að vera við.

Ég finn vel að Elín nýtur trausts, ekki aðeins þeirra sem taka nú við bankanum heldur og líka fólksins innanhúss. Slíkt skiptir lykilmáli nú. Svo er bara að vona að bjartir tímar blasi við bankanum í öllu svartnættinu.

mbl.is Nýi Landsbanki tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband