Hvað sögðu Árni og Darling við hvorn annan?

Mér finnst mikilvægt að farið verði ofan í saumana á því hvað í samtali Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra, við Alistair Darling hafi orðið til þess að komið var fram við íslensku þjóðina eins og hryðjuverkamenn og úrþvætti heimsins. Nú er ljóst að yfirlýsingar Árna urðu undanfari þess sem varð en ekki viðtalið við Davíð Oddsson, seðlabankastjóra, eins og sumir snillingarnir hafa reynt að telja öllum trú um í dag. Fara þarf yfir þetta mál og gefa upp hvað ráðherrarnir sögðu við hvorn annan.

Mér finnst viðbrögð bresku ríkisstjórnarinnar fram úr öllu hófi. Ég veit að Íslendingar hafa ekki alltaf verið vel þokkaðir í Bretlandi. Ekki eru nema þrír áratugir síðan við áttum í harðri milliríkjadeilu við þá og það oftar en einu sinni. En þessi framkoma er Bretum ekki sæmandi. Ég veit að breska stjórnin er rúin trausti með fylgislítinn Brown fremst í flokki en það vantar svörin við því hver ástæðan sé í raun.

Ég hugleiði hvort Brown og kratarnir hafi viljað slá pólitískar keilur á þessu. Taka hart á Íslendingunum og upphefja sjálfan sig í leiðinni. Í öllu falli þarf að upplýsa betur um samtalið. Allir Íslendingar hljóta að krefjast þess að rétt sé rétt í þeim efnum.

mbl.is Samtal við Árna réð úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki bara mogginn að hreinsa Dabba Kóng af þessu???

khh (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 14:28

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég setti þvona lagað inn á kommentið um þetta.

Ef þessi frétt er sönn, sem ég efa ekki mjög, lítu rút fyrir að bæði Darling fjármálaráðherra Bretlands OG forsætisráðherra sama lands, KUNNI EKKI REGLUR UM BANKAVIÐSKIPTI Á EVRÓPSKA EFNAHAGSSVÆÐINU. 

Það væri bara fyndið.

Reglur um ábyrgð á innistæðum sparifjáreigenda á EES svæðinu eru þær sömu og í ESB svæðinu.

 Fjalla um að gistilandið beri FYRST ábyrgð, samkvæmt þarlendum reglum SVO heimaland bankastofnana.

Halló!!!!!!!!

Er einhver heima í kollinum á þessum fyrrum Kommum????

Ef einhverjir ættu að sega af sér væru það einna helst þessir ráðherra breska Heimsveldisins.

Kunnáttuleysi þeirra er ótrúlegt.

En það hentar ekki fjölmiðlungum okkar að fjalla af alvöru um neitt seem er neikvætt um EES ESB

Miðbæjaríhaldið

Semsé, þetta er sfar furðulegt en kemur me´r ekkert á óvart, þegar um Breta er að ræða.

ÞEtta lið grípur alltaf fysrt til lyginnar.  Sjá ufjöllun um þorskastríðin.

Ef þeir þurftu að ljúga svona ofb0oðslega um það ,,stríð" hvað er þa´satt um alvöru stríð, sem þeir haf verið með í á síðustu öld?

til gamans sagt.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 9.10.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Hvor þeirr skyldi nú skilja/tala enskuna verr?

Annars er þetta mál með ólíkindum og öllum til skammar sem að því koma. Setti sjál finn færslu rétt í þessu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 9.10.2008 kl. 14:32

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

kkhg: Þetta er á vísi líka, vitnað í heimildir.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.10.2008 kl. 14:33

5 identicon

Oh Darling! I´m not gonna pay. Svo mörg voru þau orð.

Friðbjörn Ó. Valtýsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 14:35

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mikið er þetta ánægjulegt að heyra. Múgurinn hefur farið um bloggið í dag og viljað hengja bakara fyrir smið  -  meðan glæpamennirnir stinga af.

Árni Matt hefur varla sagt "Oh my Darling".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.10.2008 kl. 14:36

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Vilhjálmur!

Nú verðum við að skoða okkar hugi. við erum sammála.

ÞAð bara hlýtur að vera eitthvað stórt að.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 9.10.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband