Transcript á samtal Árna og Darling strax, takk!

Ég tel mikilvægt að samtal Árna og Alistair Darling verði gert opinbert, í það minnsta í transcript-formi. Öll viljum við örugglega fá það rétta fram. Mér finnst samt margir hafa viljað hengja bakara fyrir smið í þessu máli áður en allar staðreyndir liggja fyrir. Þeir hinir sömu eru ekki miklir bógar sýnist mér - að dæma áður en nokkuð er vitað um megin staðreyndir málsins.

mbl.is „Sagði honum að við stæðum við yfirlýsingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég ætla að kommenta hér þó það sé ekki í tengslum við þessa færslu þína Stefán. En hvernig halda menn að staðan væri nú ef farið hefði verið að óskum fyrrum eigenda bankanna með að leggja niður Íbúðalánasjóð? Þeim litlu hreyfingum sem eru á fasteignamarkaði er haldið gangandi af honum. Ég hugsa til þess með hryllingi ef þessar hugmyndir hefðu orðið að veruleika og ég hugsa að það hafi munað mjög litlu að til þess kæmi á sínum tíma. Ég hygg að framsóknarmenn hafi staðið í vegi fyrir því að til þess kæmi. Þá eru nú sennilega upptalin þeirra afrek í ríkisstjórnarsamstarfinu með sjálfstæðismönnum.

Gísli Sigurðsson, 9.10.2008 kl. 16:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er þetta ekki til á teipi? Ef maður hringir í bankann sinn til að fá þjónustu þá er símtalið tekið upp. Er ekki slíkur búnaður fyrir hendi hjá ráðuneytunum til að nota í svona tilvikum þar sem miklir hagsmunir eru í húfi og það getur haft úrslitaþýðingu hver sagði hvað og hvenær? Ef svo er ekki, þá er það auðvitað hið mesta klúður að láta taka sig þannig í bólinu. Því miður eru þannig vinnubrögð orðin einkennandi fyrir hræðsluviðbrögð þessara manna undanfarið, og Geir umkringdur lífvörðum eins og hálfgerður einræðisherra....

Ég fór í fyrradag í Valhöll og sagði mig formlega úr flokknum, því miður er eftirsjáin ekki mikil þar sem einu leifarnar eru rjúkandi rústir eftir þessa fasista. Góðar stundir góðir Íslendingar.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2008 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband