Ráðist á lögguna - mun lögreglan fá rafbyssur?

Varla er að verða stórfréttir að heyra eða sjá umfjöllun um fjöldaátök eða að hinn og þessi hafi annað hvort verið barinn í klessu eða stunginn í skjóli nætur, eða jafnvel hreinlega verið drepinn. Árásir á lögreglumenn við skyldustörf eru mjög alvarlegt mál. Ofbeldið sem við heyrum sífellt meira um í fréttaumfjöllun verður sífellt grófara og verra. Gengið er alltaf lengra í grimmu ofbeldi og ekki hugsað um afleiðingar þess.

Ég yrði ekki hissa ef svo myndi fara að árásir á lögreglumenn að undanförnu verði notað sem helstu rökin, bæði af hálfu þeirra og stjórnvalda, fyrir því að vopnvæða lögregluna enn frekar og það er þegar augljós undiralda í þá átt nú þegar að lögreglan þurfi að fá rafbyssur til að verjast.

Hef ekki verið sérlega hlynntur því að lögreglan noti rafbyssur en það er ljóst að þeir sem ráðast að löggunni veita lögreglunni og þeim sem ráða þar för sterk rök fyrir máli sínu að taka upp þessi vopn. Ég spái því að brátt verði sú krafa mjög hávær.

mbl.is Fólskuleg árás á lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur

Hef grun um að allavega í sumum tilfellum mundi þetta ekki gerast ef farið væri fram á að lögregla kunni mannleg samskipti.

Þórhallur, 19.10.2008 kl. 13:54

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skoðaðu atvikið Stefán. Rafbyssur hefðu í engu dugað í slíku tilfelli og nýtast ekki til varnar í skyndiáhlaupi sem þessu. Rafbyssur nýtast nánast einvörðungu í fyrirfram ákveinni notkun og við handtökur.  Það er ótrúlegt að þessi fjandans áróður fari af stað í hvert skipti sem menn verða fyrir einhverjum pústrum.

Nú þurfum við ekki svona umræðu kallinn minn. Helstu rök lögreglu hafa verið erlend glæpagengi, sem erfitt hefur verið að sýna fram á að séu til. Nú eru þessir útlendingar farnir og hér þarf þjóðin á samstarfi að halda en ekki vopnavaldi.

Þeir munu vinna sér inn óvild og vantraust ef þeir ætla að vopnast og þá munu líka þeir sem ætla lögreglu illt, líka vopnast og afleiðingarnar verða sínu verri og ógnvekjandi. Það yrði því andhverf niðurstaða sem fengist. Það er tómt mál að tala um að vopna lögregluna hér. Hér verður bara að dæma hart í svona tilfellum og láta á því bera. 4-6 ár.

Þessi tæki verða misnotuð, það er reynslan. Þau munu drepa borgara í handtökum, það er reynslan og enn deilt hávært um þessi tæki, þar sem þau eru notuð.

Ég vil ekki að lögreglan sé ógn við llíf borgaranna og að borgararnir taki upp hjá sér að verða ógn við líf og limi lögreglunnar okkar, en það er það sem fengist út úr slíkum leikaraskap. Svo höfum við ekki efni á þessu núna. Svelti í launum og mannskap lögreglu er aðkallandi vandi að leysa, ekki að kaupa dót. Nú þarf að rannsaka stóra glæpi, ef að líkum lætur og menn þurfa á öllu sínu til að finna stóru glæpina í stað þess að misþyrma fyllibyttum.

Ég er enginn óvinur lögreglu. Styð þá með ráðum og dáð. Sá hversu fagmannlegir þeir eru þegar ég hringdi út af innbroti, sem ég sá í uppsiglingu, sem leiddi til að 4 menn voru handteknir og miklum verðmætum bjargað.

Ég veit líka að það er langt frá því einin um þessa hluti innan lögreglunnar og er Björn Bjarnason einhvernveginn sá eini sem hefur óeðlilegan áhuga á þessu. Kannski er það vegna Glóbalistadrauma hans og hervæðingar lögreglu, sem er hin dökka framtíðarsýn. Nú hefur glóbalisminn sýnt sitt rétta andlit og þar með vonandi búinn að falla á eigin bragði, svo ég bið blogghæns og lögreglu að slaka á.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.10.2008 kl. 13:56

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Þetta ástand verður að kæfa niður í fæðingu, það gengur ekki upp að fólkið standi upp í hárinu á lögreglumönnum með öllum tiltækum ráðum.

Ég er þeirra skoðunar að við beitum sömu aðferðum og lögregluyfirvöld erlendis beita því fólki sem óhlýðnast skipunum lögreglu, ég hef sjálfur orðið vitni af þeim aðferðum sem þar eru beittar. Fólkið var hreinlega barið til hlýðni og sektað háum fjárhæðum. Enn hér á landi kemst fólk upp með alla skapaða hluti án þess að þurfa að standa fyrir sínu og málið sent til rannsóknar og málið dagar upp.

Þess vegna verður við að taka þessi mál föstum tökum og gefa lögreglumönnum það vald sem þurfa þykkir að bæla niður ofbelti með öllum tiltækum ráðum. Eins og í þessu máli virðast útlendingar sem eru þekktir fyrir ofbelti það verður að flýta málsmeðferð og dæma þá, ef það reynist rétt að þeir hafi brotið lög landsins verðum við að beita þá hörku og vísa þeim úr landi strax.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 19.10.2008 kl. 13:57

4 identicon

"Ég er þeirra skoðunar að við beitum sömu aðferðum og lögregluyfirvöld erlendis beita því fólki sem óhlýðnast skipunum lögreglu[...]"

"Fólkið var hreinlega barið til hlýðni og sektað háum fjárhæðum."

Þér getur varla verið alvara? Berja fólk til hlýðni? Ég legg til að bullið í þér verði barið úr þér, væri það ekki nokkuð gott?

Annars mun ég aldrei skilja þennan hugsunarhátt að lausnin við ofbeldi í samfélaginu sé að aðrir aðilar beiti bara meira ofbeldi... Ég hélt einmitt að einkunnarorð lögreglunnar væru "með lögum skal land byggja", ekki "með ofbeldi skal land byggja". En hugsunarhátturinn í samfélaginu virðist smám saman vera að færast yfir í hið seinna.

Maynard (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 14:45

5 identicon

Íslenskir hrottar fá harða dóma , ef þeir stympast á við lögregluna,, Af hverju eiga útlenskir stórglæpamenn með ítrekaðan brotaferil að fá einhverja silkimeðferð,, t.d. frítt far úr landinu,, Skyldu þarna hafa verið Litháarnir sem börðu lögregluna forðum ?? og fengu hrós fyrir af dómstólunum,,Annars er þetta allt yndælis fólk ,, og alger óþarfi að tilgreina að þarna hafi verið útlendingar á ferðinni , með stórfelldan afbrotaferil,, Var ekki bara hægt að segja ,, góðkunningjar,, og utanbæjarmenn,,Mr. Skúlason á eflaust eftir að hneykslast á þessu,, Þeir sleppa þessir sanniði til,,

Bimbó (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 16:19

6 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Stefán.

Mér finnst það dapurlegt þegar menn þora ekki að koma undir nafni. Það fólk eigum við að þurrka út sem eru ekki merkilegir pappíra að mínu áliti.

Það er ekkert verið að berja menn til hlýðni hinsvegar ef menn fara ekki eftir fyrirmælum verða menn að sætta sig við þau örlög. Hvort sem menn líkar það eða ekki. Svona er það og verður ekki breytt í þeim ríkjum sem ég hef komið til. Þetta er gert til þess að halda uppi aga og stjórnun. Hvort mönnum líkar það betur eða illa. þetta er undir þeim komið sjálfum hvernig þeir vilja að komið sé fram við viðkomandi.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 19.10.2008 kl. 22:01

7 identicon

Jón Steinar,

1. Það er ómögulegt að staðhæfa eins og þú gerir að rafbyssur hefðu ekki komið að gagni í þessu tilfelli. Þú veist það ekki frekar en aðrir bloggarar. Þeir sem eru bestir til að meta það eru lögregluþjónarnir sem voru á staðnum.

2. Það er mikill misskilningur hjá þér að erlendu glæpagengin séu farin. Þvert á móti. Heiðvirðir erlendir verkamenn eru að hverfa héðan vegna verri kjara en þeir verstu verða síðastir til að fara ef þeir fara á annað borð. 

3. Hinn almenni borgari mun ekki bera minni virðingu eða minna traust til lögreglunnar þó hún fái aukinn varnarbúnað. Aftur á móti er lítill en hávær haturshópur sem getur ekki hugsað sér að lögreglan verði efld. 

4. Staðhæfingar um að þessi tæki verði misnotuð hér á landi er ekkert annað en dylgjur og dónaskapur í garð þessarar mikilvægu starfsstéttar.

5. Þessi tæki hafa aldrei drepið nokkur mann við handtökur. Af þeim tuga landa þar sem tækið er í notkun er engin deila um þau nema kannski í Kanada þar sem atvinnumótmælendur hafa haldið uppi áróðri gegn þeim.

6. Ég hef enga trú á því að lögreglan færi að beita þessu tæki á saklausa borgara. Þvert á móti er tækinu ætlað að hjálpa lögreglunni að yfirbuga hættulega ofbeldismenn.

7. Það er ekki rétt að það sé óeining innan lögreglunnar um að taka þetta tæki í notkun. Öðru nær. Það er mikil eining innan lögreglunnar um að taka tækið í notkun. Og reyndar er það svo að lögreglumenn sjálfir hafa beðið Björn Bjarnason um tækið. Gerðu það með myndarlegum hætti í ályktun landssambandsins. 

8. Þú segist ekki verið "óvinur" lögreglunnar en skrifar samt þannig í hvert skipti sem þú ritar um lögregluna. Ef þú kallar óþverran sem þú hefur ausið yfir lögregluna á blogginu að styðja lögregluna " með ráðum og dáð" þá er ég að misskilja hugtakið. En það er gott að þú sért ánægður með þjónustuna þegar þú hefur þurft á henni að halda. 

LEIR (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:26

8 identicon

Sitt sýnist hverjum,,með að koma fram undir nafni eður ei,, vísa ég þar til sjálfsákvörðunar réttar hvers og eins,,Það fellur undir mannréttindasáttmálann að hafa ritfrelsi og tjáningarfrelsi,, Hve oft verður fólk ekki fyrir aðkasti eða mismunun þegar hægt hefur verið að staðsetja það í samfélaginu,, Minni ég á Macarthy-ismann..Vissulega vilja sumir að kjósendur setji nafn og kennitölu á atkvæðaseðilinn sinn,, til hvers?? Ég tek undir með Leir , og vitna í blaðagrein Pólskrar konu sem hér er búsett að hingað munu koma glæpamenn í hópum fyrstir allra ef ekki er að gætt,,þeir munu síðastir fara , sökum þess að hér er griðland þeirra ,heima eru þeir eftirlýstir eða eiga óuppgerðar sakir við Mafíuna,,

Bimbó (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband