Er ríkisstjórnin að falla?

Ekki er hægt annað en velta því fyrir sér eftir fréttaviðtölin við Ráðherrabústaðinn hvort að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sé að falla vegna efnahagsástandsins. Svörin voru mjög loðin eftir fundinn og fátt haldbært. Mér finnst það sífellt augljósara að flokkarnir ná sér ekki saman um aðgerðir og virðast átök þar um þekkt lykilmál vera að sliga ríkisstjórnarsamstarfið. Sumir segja mér reyndar að samstarfið sé komið á endastöð á meðan aðrir halda í vonina að það lifi af.

Ég hef ekki farið leynt með andstöðu mína við aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar og ég hef misst töluna á því hvað ég hef skrifað margar greinar um það síðan hún tók við völdum, einkum síðasta hálfa árið. Þar hefði margt betur mátt fara og hvorugur flokkurinn getur bent á hinn sem hinn algjöra sökudólg svosem í því. Þó hefur mér fundist sólóyfirlýsingar þeirra í Samfylkingunni stundum einum of og stundum vantað mikið á trausta verkstjórn.

Ég þekki fjölda sjálfstæðismanna sem munu ekki gráta þetta ríkisstjórnarsamstarf. Hafa verið á móti því alla tíð og gráta ekki hvað svo sem gerist í kjölfarið. Þjóðina vantar nú sterka og samhenta ríkisstjórn sem getur tekið á málum en ekki hálfkák síðustu mánaða. Því myndi ég ekki verða hissa þó að samstarfinu myndi ljúka fyrr en síðar.

mbl.is Engin niðurstaða enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góður pistill Stefán og ég vil bæta því við að þitt pólitíska nef er áreiðanlega þefnæmara en gengur og gerist um nef almennt.  Maður heyrir það og skynjar að Samfylkingin telur sig hafa hreðjartaka á samstarfsflokknum og nýtir sé það óspart. Auðvitað þarf að grípa til ýmissa óvinsælla ráða.

Sigurður Þórðarson, 20.10.2008 kl. 00:53

2 Smámynd: Sævar Finnbogason

Mér sýnist það er ekki verður skipt um á Arnarhóli

Sævar Finnbogason, 20.10.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Stefanía

Mér finnst nú einhvernvegin, að Samfylkingin sé búin að vera í kosningabaráttu allan stjórnarsamstarfstímann, þau vita ekkert í hvaða fót þau eiga að stíga, til að tapa ekki fylgi.

Stefanía, 20.10.2008 kl. 00:58

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Stebbi.

Gæti afskaplega vel trúað að svo væri, og ef tekið er mið af þeim ham sem til dæmis Jón Baldvin Hannibalsson er í nú um stundir, passar það vel.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 20.10.2008 kl. 01:07

5 identicon

Er það aðgerðarleysi Samfylkingarinnar að hafa beðið eftir ákvörðun Sjálfstæðisflokksins í þrjá sólarhringa? Búum við ekki í sama landi á sama stað með sömu fjölmiðlana?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 08:37

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta er ekki heppilegur tími ef eitthvað slíkt skyldi vera í farvatninu Stefán. Við höfum nóg með að koma okkur aftur á kjöl þótt ekki viðbættust stjórnarslit. Ef það myndi gerast ofan í allt annað er hætta á að fólk myndi upplifa verulegt óöryggi og hreint panik ástand.

Mér finnst líka fjölmiðlamenn, sumir hverjir, gera í því að róta upp einhverri æsingu. Sjáðu t.d. Ingólf Bjarna í gær þegar hann ræddi við Geir.

Ein af fyrstu spurningum hans ef ekki sú fyrsta var:
Er ríkisstjórnarsamstarfið að splundrast?

Kolbrún Baldursdóttir, 20.10.2008 kl. 09:16

7 identicon

Ég held að ríkisstjórnin sé að falla og ég held að sjálfstæðisflokkur verði úti í kuldanum í næstu stjórn.

Steingrímur J. Sigfússon (af ölllum mönnum) virðist vera með bestan fókus á ástandinu, ólíkt öðrum flokksfélögum í vg. Því verður niðurstaðan vg+s+?

? þarf ekki að vera flokkur heldur gæti verið samtíningur. Ég held að aukinn þorskkvóti væri skynsamlegur núna og því koma F-menn jafnvel til greina.

Þrándur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband