Eðlilegar spurningar á miklum örlagatímum

Ég er algjörlega ósammála því að Ríkisútvarpið hafi gengið of langt í umfjöllun sinni að undanförnu. Aðeins hefur verið spurt þeirra spurninga sem þörf var að spyrja á sannkölluðum örlagatímum þjóðarinnar. Fjölmiðlamenn hafa tekið beinskeytt viðtöl og verið hvassir. Það er þeirra hlutverk og ekki við neinu öðru að búast úr þeirri átt. Ef ekki er tími til að spyrja auðmenn og stjórnmálamenn beittra spurninga nú er von að spurt sé hvenær það eigi þá að gerast.

Mér finnst Ríkisútvarpið hafa staðið sig vel. Vissulega hafa Egill Helgason og Sigmar Guðmundsson verið mjög beittir en þeir hafa komið með beittar og þarfar spurningar. Nú er enginn tími fyrir drottningarviðtöl, heldur alvöru spurningar. Þjóðin vill svör og eðlilegt að henni sé gefin einhver yfirsýn yfir stöðuna, sé það annars hægt þegar enginn veit í raun hver sögulok verða í þessum erfiðleikum.

mbl.is RÚV sagt kynda undir sleggjudómum og ofstæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki rétt að halda því til haga að Tryggvi Gíslason, sem ég þekki ekki nema af góðu einu, sótti um starf útvarpsstjóra árið 2005, þegar Páll Magnússon var ráðinn í starfið. Menntamálaráðherra hefði kannski átt að velja lærimeistarann úr Akureyrarskóla í starf húsbónda í Efstaleiti.

Reyndar skil ég ekki, hvers vegna þjóðin sýpur hveljur yfir því hvernig ráðamenn eru spurðir nú. Viðbrögðin minna svolítið á umsagnir um Bankaþáttinn svonefnda, þegar Ólafur Ragnar Grímsson í sjónvarpsþætti um 1970 spurði bankastjóra þjóðarinnar um meint bruðl, óráðsíu og flottræfilshátt.

-sbs

Sigurður Bogi Sævarsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:36

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sammála þér Stefán þjóðin vill svör og það skýr um stöðu mála hverju sinni, ekki einhvern tilbúning og lygar. Stjórnmálamenn láta því miður of oft eins og fólk sé fífl. Því má ekki gleyma að þetta fólk er allt í vinnu hjá okkur og því eigum við hönk í bakið á þessum pólitísku fulltrúum og heimtingu á hreinskilni.  Ástandið sem er uppi í þjóðfélaginu núna er náttúrulega óþolandi og óferjandi og því eiga stjórnmálamenn og aðrir í brúnni að búast við því að fá beittar og erfiðar spurningar um málefni líðandi stundar, reydnar eiga þeir nú alltaf að búast við því ef að ég á að vera hreinskilinn.

Auðvitað vitum við ekki hver sögulokin verða enda sagan sennilega ekki hálfnuð, en Guð hvað ég vona að seinni hluti sögunnar verði skemmtilegri en sá fyrri. Það verður gaman að sjá hvar söguhetjurnar til þessa verða þegar bókinni verður lokað. 

Gísli Foster Hjartarson, 23.10.2008 kl. 13:52

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þeir sem eru vanir því að fá bara "þægilegar" spurningar þeim hlítur að bregða við nú þegar spyrlarnir gerast svo "djarfir" að spyrja þeirra spurninga sem þjóðin vill fá svör við, hvort sem svarið er þægilegt eða ekki.

Hef ekki séð kastljósviðtalið við Geir Haarde, sá hinsvegar Silfur Egils, og ég var satt best að segja farinn að eiga von á því að Jón Ásgeir teygði sig yfir borðið og rotaði Egil þvílíkann dónaskap hef ég ekki séð lengi....eitt að vera ákveðinn og spyrja áleitinna spurninga (vera fastur fyrir) annað að gera allt sem hægt er til að hleypa fyrirspyrjandanum upp (sem ekki tókst).

Skora á þá sem vilja að leita uppi og finna Hrafnaþingið hans Ingva Hrafns þar sem hann var með Jón Ásgeir í viðtali.

Sverrir Einarsson, 23.10.2008 kl. 13:56

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Búin að horfa á þetta 3 sinnum og verð að segja /hvílík ókurteisi þarna i spyrlinum/Geir stóð sig með prýði/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.10.2008 kl. 15:37

5 identicon

Já, það er orðið fyrir löngu tímabært að svipta þessari hulu af aðgerðum stjórnvalda og það ætti að hafa verið búið að kjósa á ný að mínu mati. Ég tel núverandi ríkisstjórn ekki hafa eina né neina heimild til þess að taka ákvarðanir upp á eigin spýtur sem stjórna framtíð landsins og þá sérstaklega með tilliti til þeirra ákvarðanna sem hún hefur tekið nú þegar. Hún nýtur ekki trausts og þar með nýtur íslenska þjóðin ekki trausts í augnablikinu. Ég hef meiriháttar áhyggjur af því að verið sé að stýra landinu í algjöra glötun vegna þess að menn séu of stoltir og hreinlega neiti að sjá eigin vanhæfni. En ég treysti því að allar meiriháttar ákvarðanir verði bornar undir hin og að stjórnvöld hafi þá sómatilfinningu að fara ekki að kvitta undir eitthvað í flýti.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband