Merkilegt samtal - hvað sagði Björgvin við Darling?

Darling og Árni
Ég krafðist þess 9. október sl. að fyrir lægi transcript af samtali Árna Matt og Darling - loksins hefur nú verið upplýst hvernig samtalið var og hvað fór ráðherrunum á milli. Fátt nýtt kemur fram í þessu. Bretar hafa panikkerað vegna stöðunnar og bresku ráðherrarnir sáu þarna tækifæri til að krossfesta Íslendinga sér til gleði og ánægju - til að upphefja sig pólitískt. Þetta er auðvitað ekkert nema durtar í alþjóðlegum samskiptum.

Einu tók ég þó eftir í samtali Árna og Darling. Vitnað er margoft í fund Björgvins G. Sigurðssonar og Alistair Darling í septembermánuði. Darling vissi reyndar ekki meira um flokksfélaga sinn Björgvin (hann hefur verið skráður í breska Verkamannaflokkinn í meira en áratug og hjálpaði til í kosningabaráttu þeirra 1997 og 2001) en svo að hann taldi Árna Matt vera flokksfélagann forna frá Fróni. Talandi um hlægilega niðurlægingu.

Stóra spurningin er nú; hvað fór þeim í milli? Hvað sagði viðskiptaráðherrann við Darling í september. Fjölmiðlamenn sem birtu samtalið á milli Árna og Darling hljóta að reyna nú að komast að því sé í þeim dugur og kraftur.

mbl.is Samtal Árna og Darlings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

ætli Björgvin hafi lofað Íslandsmiðum og Þingvöllum sem veð?

Fannar frá Rifi, 23.10.2008 kl. 21:53

2 identicon

Sæll,

 Ertu að reyna vera skoplegur??

     Ef þú kannt að lesa þá sérðu að skilaboð fjármálaráðherra voru þau að
Ísland ætlaði ekki að standa við skuldbindingar sínar. Þetta er ekkert
flókið.

  Síðan byrjar þú að kalla Breta durti, og finnst voða fyndið að hann skuli
hafa ruglast á fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra

 Þú varst einn af fáum bloggurum sem mögulega hafði eitthvað á milli
eyrnanna, en nú er nokkuð ljóst að svo er ekki.

  Þessi heimóttaháttur okkar Íslendinga er náttúrulega okkur mikið til
skammar hvar í flokki sem menn standa. T.d. ef framsóknarmenn væri gaman að
sjá hvernig framsóknarmenn hefðu brugðist við þessu ástandi ef þeir væru
enn við stjórnvölinn!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband