Neyðarkall úr norðri - óskað eftir aðstoð IMF

Þá er það ljóst sem flestir töldu öruggt en flestir vonuðu samt að yrði hægt að komast hjá því að gera; óska eftir aðstoð frá IMF. Þetta er neyðarkall úr norðri, verið að óska eftir faglegri aðstoð til að redda málum hér á Íslandi. Engin stjónvöld fara til IMF nema horfast í augu við mjög erfiðar aðstæður og geti ekki ráðið úr málum sínum sjálfur. Auðvitað er slíkt áfellisdómur yfir hverri þjóð að geta ekki bjargað sér sjálf en aðstæðurnar hér á Íslandi eru þess eðlis að um algjöra neyð er að ræða.

Ég hef aldrei verið sérstakur stuðningsmaður þess að leita til IMF. Í því felst viss uppgjöf fyrir vandanum og endastöð í miklum vanda. Við erum komin í þannig vanda og höfum ekki um annað að ræða. Nú er bara að vona að þessi neyðaraðstoð hafi strax víðtæk og traust áhrif við að koma landinu af stað aftur, enda er það bjargarlaust nú eftir útrásarfylleríið, hefur misst nær allt lánstraust og lykilstöðu sína.

Ég er ekki einn af þeim sem býst við því að við komumst úr óveðrinu mjög fljótlega. Við erum að horfast í augu við margra ára vanda væntanlega, því miður. En kannski mun þessi aðstoð, þó neyðarúrræði sé og síðasta hálmstrá þjóðar í vanda, hafa þau áhrif að hjól samfélagsins snúist að nýju. Svo þarf að gera upp við allt sukk fortíðarinnar og þá sem komu okkur í þessa neyðarstöðu.

mbl.is 6 milljarða dala lánveiting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ef skilmálarnir sem þeir setja eru eitthvað í líkingu við að banna ofurlaun sem greidd eru af ríkinu, ég meina, þessi laun nýju bankastjóranna koma úr okkar vösum, þau virkilega meiða mína siðferðiskennd, þarf þetta fólk virkilega að vera á tvöföldum forsætisráðherralaunum? Þurfum við ekki bara að fá utanaðkomandi leikreglur til að komast upp úr þessum sandkassaleik og hætta að meðtaka svona bull?

Margrét Birna Auðunsdóttir, 24.10.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband