Talað við þjóðina - þung skref fyrir Íslendinga

Eftir mikla óvissu alla þessa viku er gott að Geir og Ingibjörg eru loksins farin að tala við þjóðina hreint út og geta sagt betur hver staðan er. Skýr svör og alvöru yfirsýn yfir stöðuna hefur vantað. En þetta eru þung skref. Að fara til IMF er ekkert gleðiefni og engum hefði órað fyrir því fyrir nokkrum árum að svona myndi fara. En við eigum ekkert annað úrræði í stöðunni og verðum að leita eftir hjálp. Þetta er erfitt fyrir stolta þjóð sem hefur talið öðrum trú um að hún sé í fararbroddi í heiminum.

En vonandi birtir upp um síðir. Eins og staðan er orðin er þetta skref nauðsynlegt í uppbyggingarferlinu. Svo er bara að vona að við göngum ekki að öllum kröfum Bretanna. Sem betur fer hefur það ekki gerst í þessu ferli enn.

mbl.is Óska formlega eftir aðstoð IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband