Afturhvarf til fortíðar

Mér fannst það frekar súrrealískt að horfa á blaðamannafundinn hjá IMF áðan. Þvílíkt afturhvarf til fortíðar fyrir Ísland, spurning hvað við förum aftur um marga áratugi. Nenni ekki að giska á það, nógu sorgleg eru þessi örlög fyrir þjóðina. Þetta verður sannarlega erfiður vetur, sannkallaður býsnavetur. En það er fyrir mestu að uppbyggingarstarfið sé hafið í rústum fjármálakerfisins.

En týpískt að það sé Dani sem haldi á samningaferlinu. Brosti út í annað þegar ég sá það. En mikið vorkenndi ég annars aumingja manninum. Þvílíkt stam.

mbl.is Mjög erfiðir tímar framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uppbyggingastarfið er hafið já, en við vitum ekkert hvað við erum að fara út í. Ég fyrir mitt leyti kýs að treysta ekki stjórnvöldum í blindni en það hefur þjóðin löngum verið sek um. Nú er að vona að sá bjánaskapur haldi ekki áfram.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 16:18

2 identicon

"enn týpískt að það sé Dani sem haldi á Samningaferlinu" já brostir þú út í annað ! Er  þetta einmitt ekki þessi dæmigerði hroki í okkur sem kom okkur í þessa stöðu með hjálp Seðlabankans,með dyggri aðstoð sjálfstæðismanna, og að ógleymdum útrásarvíkinganna, það er ekki nema von að maðurinn hafi stamað, það hefur örugglega verið af vorkunnsemi við litla Ísland, sem er djúpt súrrealískt sokkið, því miður 

NEI, VIÐ HÖFUM Á ENGAN HÁTT EFNI Á AÐ VERA MEÐ NEINN HROKA,VINUR !

Alla (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 16:27

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Afturhvarf til fortíðar.... segir þú.

Þessi ferð til framtíðar sem hófst með aðferðum nýfrjálshyggjunar reyndist farin út á krít og var því miður innistæðulaus..... eigum við ekki að reyna að hefja haldbetri og innhaldsríkari ferð inn framtíðinna á réttum forsendum.

Jón Ingi Cæsarsson, 25.10.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband