Nýtt nafn á ónýtu vörumerki

Mér finnst nafnabreytingar á Landsbankanum skiljanlegar. Gamla góða nafnið, sem á sér rúmlega 120 ára sögu, er búið að vera, er orðið ónýtt í umróti síðustu daga. Ekki er hægt að byggja banka til framtíðar á nafni sem hefur verið á hryðjuverkalista, við hliðina á Al-Qaeda, Súdan, Zimbabwe, Talibönum, Búrma og N-Kóreu. Sá banki á sér enga framtíð, þó tilkynnt hafi verið að hann sé farinn af listanum. Orðsporið er ónýtt og verður að byggja nýja undirstöðu. Þetta eru sorgleg endalok fyrir vörumerki sem þótti traustast í íslensku bankakerfi fyrir nokkrum misserum.

Svo verður að ráðast hvort NBI eigi sér framtíð. Ég verð að viðurkenna að það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði nafnið var FBI, en það er nú önnur saga.

mbl.is Landsbankinn verður NBI hf.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FBI?  Fyrsti Banki Íslands? Frysti Banki Íslands?

Róbert (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband