IMF tekur þjóðina með svæsnu kverkataki

Fórnarkostnaðurinn við að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins er nú að koma í ljós. Þeir keyra upp vextina og taka íslensku þjóðina kverkataki, hafa okkur algjörlega undir þeirra valdi og ætla nú að sýna okkur hvað felst í björgunaraðstoðinni. Finnst nú frekar hlægilegt að sjá þá vitringa koma fram sem grátbáðu um þennan valkost og segja að þetta sé ósanngjarnt. Svona eru bara skilmálarnir. Hélt einhver að IMF væri að bjarga okkur án þess að taka völdin í sínar hendur og setja fram afarkosti til þjóðarinnar?

Mjög erfiðir mánuðir eru framundan. Erfitt er að spá um hversu margir fari í gjaldþrot og verða gerðir upp en vonandi fer þetta betur en á horfist á þessum dökka degi. Skammdegið er að skella á í orðsins fyllstu merkingu.

mbl.is Vaxtahækkun vegna IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú og Steingrímur Jóhann (+do) eru sammála um að ekki hefði verið nauðsynlegt að óska eftir aðstoðar IME. Þú ert þarna í laglegum félagsskap.
Verð að benda á bloggið þitt 17.jan. http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/417038/#comments

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 13:24

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Það væri nú gaman að sjá framkvæmdaáætlunina, 4,5% verðbólga í lok næst árs, það gerist ekki bara afþvíbara.

Herdís Sigurjónsdóttir, 28.10.2008 kl. 14:03

3 Smámynd: Jón Brynjar Birgisson

Hæ Herdís.

Hún felst í að keyra svo niður kaupmáttinn að fólk hafi varla milli hnífs og skeiðar. Þá hrynur öll eftirspurn og verðbólgan með. Reyndar getur það unnið á móti verðbólgufallinu að landið verði fljótlega orðið tískuland betur staddra Vestur-Evrópubúa sem sækja í að versla á láglaunasvæðum þar sem verðlag er jafnframt lágt, a.m.k. í samanburði við gjaldmiðlana þeirra. Þetta mun þá líkjast því þegar við Íslendingar sóttum í að versla í Austur Evrópu í góðærinu.

Jón Brynjar Birgisson, 28.10.2008 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband