Ævintýraleg fréttamennska - hverjir eru sekir?

Ég átti ekki beinlínis von á að stuðningur væri mikill við yfirstjórn Seðlabankans nú. Árferðið er þannig að enginn verður beinlínis vinsæll í slíkum erfiðleikum, hvorki ríkisstjórn né embættismenn sem framfylgja ákvörðunum hennar. Hinsvegar finnst mér fréttin um könnunina um Davíð Oddsson verulega færða í stílinn. Rúmur helmingur aðspurðra tekur ekki afstöðu - aðeins 40% þeirra sem eru í úrtakinu svara og þar af er 90% greinilega óánægður. Mér finnst stóru tíðindin hversu margir hafa ekki skoðun á þessu máli.

Mér finnst það mikil einföldun að spyrja bara um Davíð Oddsson í þessari stöðu. Því er ekki spurt um alla bankastjórana þrjá sem heild? Þeir bera allir jafnmikla ábyrgð í þessum efnum. Svo er það þannig að mér finnst afleitt eða í besta falli heimskt að kenna einum manni um það hvernig komið er fyrir þjóðinni í þessari alþjóðlegu fjármálakrísu.

Átta mig ekki alveg á stöðu ríkisstjórnarinnar núna. Hún er fjarri því stikkfrí og hefur spilað sig út fari svo að Seðlabankinn þurfi nýja yfirstjórn. Svo er hlutur Fjármálaeftirlitsins eftir. Á þeim bæ hafa menn sloppið mjög billega. Þar var sofið mest á verðinum og eigi einhver að fara skal byrjað á þeim enda.

Annars eru allir að leita að sökudólgum. Enginn er sáttur. Finn mikla reiði. Hún er samt mismikil eftir því við hverja er talað. Kannski fer það svo að öllu verður sópað út. Vel má vera, en við verðum fyrst að muna það að hafi Seðlabankinn brugðist hefur ríkisstjórnin og flokkarnir í henni brugðist líka.

Svo má spyrja sig; er fólk svo einfalt að telja að allt lagist bara við það að Davíð myndi fara? Í besta falli er það mikil einföldun, en kannski eru einhverjir sem telja það í sínu svartnætti að þetta sé vandi tengdur einum manni, en því fer víðsfjarri.

mbl.is 10% styðja Davíð í embætti seðlabankastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Segir ekki máltækið "Miklu veldur sá sem upphafinu veldur"!     Má ekki snúa aðeins út úr þessu og segja:   Margt fleira veltur þegar sá sem upphafinu olli veltur!!!     

Ég hafði nú ekki heyrt/séð áður hve fáir tóku afstöðu og er alveg undrandi á því.  Fólk virðist vera viðkvæmt fyrir því að þetta sé einelti.    Í mínum huga er ekki svo heldur verður að byrja einhvers staðar og því ekki að byrja á stóra klettinum Davíð, talsmanni Seðlabankans og fyrrverandi forsætis .    Svo koma aðrir bankastjórar hans, bankaráðið, Fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnin.    Maður hélt að það væri hægt að koma skóflunni undir ríkisstjórnina með hjálp Samfylkingarinnar en svo er víst ekki.    Þess vegna er Davíð eðlilegt viðfangsefni að byrja á, því að mínu mati er hægt að sanna á hann afglöp í starfi í Kastljósviðtalinu og það verður ekki sett í neinn pappírstætara.    Hann segir þar skýrum orðum að við munum ekki borga skuldir einhverra óreiðumanna í útlöndum og þess vegna sé framtíð okkar björt og rósum stráð!!     

Sem sagt - fyrst Davíð burt - svo alla hina glæpamennina, þar með talda nýráðna bankastjóra.

Ragnar

Ragnar Eiríksson, 28.10.2008 kl. 22:49

2 identicon

Gæti það kannski tengst því að Davíð er ekki menntaður í samræmi við staf sitt? Að setja Davíð í seðlabankastjórastól er eins og ég hafa skipað sjómann yfir Landspítalanum, bæði jafn fáránlegt að mínu mati.

Svo hefur Davíð verið gagnrýndur mikið af erlendum hagfræðingum fyrir þjóðnýting Glitnis og fleiri aðgerða, það eru ekki bara íslenskir fjölmiðlar sem gagnrýna hann. 

Annars er mér sama, ef ég hefði kosið væri ég ein af þessum 10% því mér finnst Davíð einfaldlega ekki í réttu starfi.

En það er líka algjör blindni að sjá ekki mistök Davíðs  Jæja ég er hætt þessu, heyrumst! :)

Ólöf Kristín (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:03

3 identicon

Ég er þér virkilega sammála. Það er tilhneiging til að einfalda málið á þennan hátt. Það sem er á ferðinni hér er það sama og þegar fólk afgreiðir mjög flókin mál með einum einföldum frasa.

Mér hefur fundist gagnrýnin á Davíð vera mjög ómakleg.

sandkassi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:21

4 identicon

Má ég náðarsamlegast benda á þá staðreynd að formaður bankastjórnar seðlabankans datt ekki af himnum ofan til að taka við stjórn bankans fyrir ca. 2-3 árum síðan, nei, hann hafði óvart verið forsætisráðherra lengur en nokkur annar og þar með verið ekki aðeins hugmyndafræðingur heldur líka ábyrgðarmaður þess kerfis sem var búið til í landinu. Þess vegna gæti verið að reiði fólks sé meiri í garð hans en annarra seðlabankastjóra.

En það má að sjálfsögðu ekki persónugera vandann eins og vinsælt er að segja nú um stundir. Hins vegar var ekkert vandamál að persónugera hetjurnar þegar allt gekk vel, ein aðalhetjan var núverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans sem fékk ekki aðeins hrós heldur líka atkvæði frá allt að 40% þjóðarinnar. Ég held að mörg af þeim prósentum séu svekkt, skúffuð, sár og svari þess vegna ekki og nota bene; það eru þó alla veganna 800 sem svara og að finna 80 sem lýsa trausti finnst mér nánast kraftaverk...

Sigurdur Sigurdsson (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 23:28

5 Smámynd: Ellert Júlíusson

Ætli það yrði ekki fyrsta skrefið í að byggja upp traust heimsins á okkur. Persónuleg skoðun manna á DO skiptir í raun litlu máli, það er sú staðreynd að hann ásamt mörgum öðrum hafa strandað skipinu með afkáralegum og oft á tíðum vandræðalegum framkvæmdum sem hafa skaðað okkur meira en orð fá lýst.

Svo má náttúrulega spyrja sig, hver á að taka við.....erum við yfir höfuð með hæft fólk til að taka við stofnuninni, ættum við ekki hreinlega að leita út fyrir landsteinana til að  minnka hættuna á þessari endalausu venslum, erjum, draugum og veseni sem fylgir þessum gömlu pólitíkusum?

Ellert Júlíusson, 28.10.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Ríkisstjórnarflokkarnir tveir hafa verið ósamstiga frá upphafi, og svo virðist sem forsætisráðherrann hafi ákveðið að láta allt yfir sig ganga fyrir hönd síns flokks.

Rikisstjórnin ber ábyrgð á Seðlabankanum og sé hann eða einhver innan hans ónýtur þá er það á ábyrgð ríkisstjórnar er situr.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.10.2008 kl. 00:02

7 Smámynd: Stefanía

Sammála þessum pælingum um seðlabankastjóra.

Það væri gaman að vita hvernig þessi könnun liti út, ef hann væri einhver Jón Jónsson....en.....þá hefði hún auðvitað aldrei verið gerð.

Alveg með ólíkindum hvað persónan Davíð Oddsson liggur alltaf vel við höggi.

Stefanía, 29.10.2008 kl. 00:36

8 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það voru í raun 36% þeirra sem valdir voru í úrtakið á þessari skoðun, þ.e. 90% af þeim 40% sem svöruðu. 

Í fræðunum er miðað við að svarhlutfall þurfi að vera yfir 70% til að hægt sé að nýta það til að alhæfa um þýðið.  Hvernig stendur á því að allir fjölmiðlar gleypa svona ruslkönnun hráa og varpa henni fram sem einhverjum sannleik.  Fjölmiðlar ættu að biðja lesendur sína afsökunar á þessari frétt.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 29.10.2008 kl. 02:37

9 identicon

Þessi könnun er bara liður í að reyna að fella stjórnina og einfalt hverjir standa á bakvið hana.

sandkassi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 15:29

10 Smámynd: Stefanía

Við megum líka helst við því , að fara að standa í kosningum núna, með öllu sem því fylgir.

Stefanía, 29.10.2008 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband