Áhugaverð umfjöllun - pressan stendur sig

Mér finnst áhugavert að lesa umfjöllun bresku pressunnar um bréfaskrif íslenskra og breskra stjórnvalda skömmu fyrir bankahrunið hér á Íslandi. Þar er kafað mjög djúpt og komið með athyglisverða vinkla og punkta sem ekki hafa verið mikið í gangi hér. Annars er íslenska pressan öll að koma til og sérstaklega eru fréttaskýringarnar í kvöldfréttum RÚV vel gerðar og vandaðar. Nú er sannarlega tíminn fyrir beinskeytta en vandaða fréttamennsku, krafist svara og ekki hikað við að koma með trúnaðargögn á borðið, til að upplýsa almenning.

Gott dæmi um þetta var þegar Kastljósið skúbbaði samtali Darling og Árna Matt. Lykilmál var að fá það á borðið, enda hefur það opnað aðra vinkla og komið málinu áfram í skemmtilegar pælingar. Bresk stjórnvöld voru skiljanlega ósátt við að það væri opinbert, enda hefur stjórnarandstaðan þar tekið málið lengra og komið því í þingsali.

mbl.is Geysirgate: Dularfulla bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er pressan virkilega að standa sig? Það er alveg ljóst að Íslenskir fjölmiðlar eru landinu til skammar, svo vægt sé til orða tekið. Ég hef ekki lesið um þetta bréf utanríkisráðherra Íslands sem "The Independent" HEFUR UNDIR HÖNDUM, í innlendum fjölmiðlum þegar þessi orð eru rituð (5:19 29. Október 2008). Fjölmiðlar hér eru svo vanhæfir, að bara getuleysi þeirra til að gæta að orðspori þjóðarinnar hefur þegar valdið óbætanlegum skaða á ímynd Íslands. Á að hlæja eða gráta?

Britain has devastated our economy, Iceland complains

By Nigel Morris and Martin Hickman
Wednesday, 29 October 2008

An Icelandic minister launched an extraordinary diplomatic attack on the British Government as she issued a direct plea to MPs to help rebuild shattered relations between the two countries. In a letter seen by The Independent, the Foreign Minister Ingibjorg Solrun Gisladottir condemned Britain's use of anti-terror laws to freeze the assets of Iceland's crisis-hit banks and protested that the language used by British ministers had caused "devastation" in her country.

Orðlaus! (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 05:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband