Fjölmiðlarisar á brauðfótum

Þetta eru erfið mánaðarmót hjá fjölmiðlarisanum 365, sem er nú á brauðfótum og í skuldafeni. Þetta hefur víðtæk áhrif á starfsemi Fréttablaðsins og fréttastofu Stöðvar 2. Fækkað mikið á blaðinu og m.a. verða hádegisfréttir Stöðvar 2 aflagðar. Við bætast svo launalækkanir og uppsagnir, þó innan við þann ramma sem flokkast sem hópuppsögn samkvæmt lagarammanum.

Erfiðir tímar. Forðum var sú tíð að allt lék í lyndi hjá fjölmiðlum og við gátum fengið tvö dagblöð ókeypis og horft á sjónvarpsstöð ókeypis. Þessir tímar hafa væntanlega liðið undir lok í kreppunni og herðist um einkarekna fjölmiðla.

mbl.is Skjárinn segir öllum upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni G. P. Hjarðar

Mikið var að 365 sé lokað, munum líka hvernig Skjá 1 var komið á fót!!!  Ætli sjónvarpsstýran hefði farið betur með almennafé?

Bjarni G. P. Hjarðar, 30.10.2008 kl. 19:16

2 identicon

Gott væri að kynna sér staðreyndir áður en of mikið er sagt. Við starfsfólk Skjásins óskum eftir stuðning fólksins í landinu. Undirskrft á áskorun til stjórnvalda um að takmarka veru Rúv á auglýsinga- og efniskaupamarkaði væri ofboðslega vel þegin. www.skjarinn.is.

Bjarni, varðandi sjónvarpsstýruna... hún er annálaður rekstrarbolti með allt á hreinu.

Daddi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 20:13

3 Smámynd: Depill

Bjarni, djöfull finnst mér þetta ósmekkleg athugasemd hjá þér. Burt séð frá því að hvernig þér finnst stjórnun 365 hafa verið og margt örugglega farið illa þar innan, að þá vil ég ekki sjá neitt fyrirtækja þurfa að fara í gjaldþrot.

Yfirleitt tapa auðmenn litlu á því en einstaklingar miklu, geturðu ímyndað þér atvinnuleysið á fjölmiðlamarkaði sem myndast við það að 365 myndi hverfa af markaði.

Mér finnst athugasemd þín vera vanvirðing við störf fullt af örugglega mjög hæfu starfsfólki 365.

Tek fram að ég vinn ekki fyrir, né kem nálægt 365 enda bara nemi, bara finnst sorglegt að fólk skuli ekki virða störf annara meira en það að þeim hlakkar þegar aðrir missa vinnuna.

Depill, 30.10.2008 kl. 21:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband