Það þarf að setja fjölmiðlalög

Ólíðandi er með öllu að einn maður kaupi upp alla einkareknu fjölmiðlana á Íslandi og hafi vald þeirra í greipum sér. Á slíku verður að taka með lagasetningu. Nú þarf að dusta rykið af fjölmiðlalögunum sem Ólafur Ragnar Grímsson hafnaði fyrir rúmum fjórum árum og tryggja að þau verði hinn nýi rammi utan um fjölmiðla á Íslandi. Þetta gengur ekki - þessi skrípaleikur Rauðsólar er algjörlega óviðunandi.


mbl.is Rosabaugur Jóns Ásgeirs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Þór Kristjánsson

Já fyndið að áhyggjur Davíðs séu að verða að veruleika í dag....

Davíð Þór Kristjánsson, 4.11.2008 kl. 15:16

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hví skyldi forsetinn skipta um skoðun?  Ég sé ekki ástæðu til þess að búast við því  ef andstaðan við fjölmiðlafrumvarpið þá var hans prinsippmál. 

Við verðum eflaust að bíða í 4 ár eftir nýjum forseta - nema ÓRG segi af sér. 

Kolbrún Hilmars, 4.11.2008 kl. 15:26

3 identicon

Ég held það þurfi að setja neyðarlög tímabundið sem banna viðskipti af þessu tagi nema með umsjón þar til skipaðrar nefndar.

Jón Ásgeir Jóhannesson er með sín mál á þeim stað í dag, að það er á mörkunum að hann þurfi ekki að vera undir eftirliti.

sandkassi (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:52

4 identicon

Eins og við vitum var frumvarpið frá 2004 frekar ábótavant, mætti ég biðja um frumvarpið frá 2006 sem var öllu meiri ígrundað plagg.  Annars er ég alltaf að bíða eftir Þorgerði að leggja fram nýtt frumvarp.  Skil ekki hvað hún er að drolla.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:43

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Já hinir klóku vita hvernig þeir eiga að halda sér á lagalegu hliðinni Gunnar, því miður.  Þannig komast þeir ansi langt, en svo langt að geta leyft sér að kaupa alla frjálsa fjölmiðla í landinu?  Já ég er sammála, þyrfti neyðarlög sem myndu stoppa þessi glæpsamlegu kaup.

Landið má ekki vera í eigu örfárra ofurrisa, landið okkar er allt of dýrmætt og lítið til þess.  Við viljum ekki hverfa aftur til einokunar!

Kolbrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 01:00

6 identicon

já Kolbrún, Það má eiginlega segja að það ríki fákeppni á velflestum sviðum hérna. Einhvernvegin þá læra menn að fóta sig á slíkum markaði með tíð og tíma en það kostar gífurlega hörku. Við það verður nú samt lifað og ekki umflúið það dæmi.

En eignarhlutur eins og hér er rætt um er stórhættulegur. Verst þykir mér ef á að fara að koma með einhverja málamiðlun til að bjarga Árvakri. Setja síðan bindandi ákvæði um að minnka eignarhlutinn innan 1 árs sem dæmi. Slíkt er engin lausn í þessu.

Þá er betra að taka Árvakur bara niður, láta hann fara á hausinn gera hann upp og stofna nýjan (blankan) Mogga undir nýrri kennitölu. Frekar en að Jón Ásgeir (= Philip Green og félagar) komist yfir hann.

Ég vil nú bara gera athugasemd við að fyrirtæki í eigu Jóns Ásgeirs gleymir að koma 415 milljónum norskra króna í hendur rétts eiganda, en vill eiga fjölmiðil. Mér finnst það ekki í lagi, er ekki alveg tilbúinn að rökstyðja það hér og nú þar sem það yrði of langt mál, en það er eitthvað ekki í lagi hérna.

Ætli þarna sé kannski svona kreditnótu dæmi í gangi, bíddu nú við, á ég þennan pening eða skulda ég hann?

sandkassi (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband