Silkihanskameðferð á Sigurði Einarssyni á Stöð 2

Mér fannst Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, sleppa frekar billega í Markaðsviðtalinu á Stöð 2 í morgun, rétt eins og Hannes Smárason fyrir viku. Hann kemst upp með að snúa málinu í hreina útúrsnúninga gegn Davíð Oddssyni, seðlabankastjóra, og það virðist vera helsta fréttin eftir viðtalið þegar mikilvægast er að ræða siðlausa og ólöglega verknaði þeirra sem réðu för í Kaupþingi skömmu fyrir bankahrunið.

Mér er slétt sama hvort Davíð Oddsson hefur sagt eitthvað við þá Kaupþingsmenn eða hvort þeir þoli hann ekki. Ekkert af því skiptir máli. Nú þarf hinsvegar að spyrja alvöru spurninga þegar útrásarvíkingarnir eru annars vegar. Verklag þeirra og upphafin forysta hefur verið algjörlega innihaldslaus og útrásin dæmd sem hrein svikamylla. Mörg mál eru mikilvægari en þetta og það sýnir innhaldsleysi viðtalsins að þetta sé aðalfréttin.

mbl.is Sigurður: Lenti illilega saman við Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sé hins vegar brot af því sannleikur sem Sigurður sagði í þessu viðtali er málið enn verra en áður og hélt ég að það gæti ekki versnað. Auðvitað eru á þessu margar hliðar.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Einn mikill ljóður finnst manni með þessa vörn okkar á Davíð Oddsyni,hann var mikill foringi sem stjórnmálamaður,þó umdeildur væri/en  er afleitur ef ekki mjög slæmur seðlabankastjóri!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.11.2008 kl. 15:53

3 identicon

Sammála þessu, Sigurður slapp frá spurningum varðandi sína aðkomu og yfirlýsingu forsætisráðherra Breta varðandi peningaflutninga frá Bretlandi með frekar einföldum hætti.  Skrifaði svo greinilega upp spurningar handa Birni Inga varðandi seðlabanka og seðlabankastjóra og átti ekki í miklum vandræðum með að svara þeim skilmerkilega.

Ólafur (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 16:59

4 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Óvinir Davíðs eru mínir vinir! Hluti þjóðarinnar virðist vera með Davíð á heilanum. Klókir braskarar hafa nýtt sér af mikilli kunnáttu þennan veikleika þjóðarinnar til að afla sér stuðnings í glórulausum viðskiptum.

Það sem skiptir máli núna er að taka upp nothæfan gjaldmiðil annaðhvort einhliða eða með samningum. Ef Davíð eða aðrir þvælast fyrir í því, þurfa þeir að sjálfsögðu að víkja. Okkur vantar ekki nýjan Seðlabankastjóra til þess eins að halda áfram að þjást með handónýta krónu.

Finnur Hrafn Jónsson, 9.11.2008 kl. 15:30

5 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Björn Ingi fynst mér ekki mjög trúverðugur þátta stjórnandi. Er nema ár síðan hann ætlaði að afhenda Orkuveitu Reykjavíkur útrásarvíkingunum,þá hefði nú aldeinis orðið veisla að geta veðsett hana upp í topp.

Og Össur grét hvað við töpuðum miklu á að stoppa þennan gjörning.

Lögregglan lýsir eftir Bjarna Ármannsyni sást síðast með stóra peningapoka á bakinu.

Ragnar Gunnlaugsson, 9.11.2008 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband