Pólitískt dómgreindarleysi Bjarna Harðarsonar

Pólitískt tölvupóstsharakírí Bjarna Harðarsonar, alþingismanns, hefur eðlilega vakið mikla athygli. Auðvitað stökkva fjölmiðlamenn á þetta mál og hafa gaman af. Skil ekkert í Bjarna að telja sig geta stöðvað umfjöllun um þetta sjálfsmark hans með því að senda upphafið og föðurlegt bréf til fjölmiðla og biðja þá um að láta kjurt liggja. Auðvitað gera þeir það ekki, ég er hissa á manninum að halda að þeir myndu virða þau tilmæli. Honum varð sjálfum á og verður að horfa í eigin barm með þessi alvarlegu mistök.

Ég er reyndar sammála einum sem kommentaði hjá mér að þetta er ekki skemmtilegt mál. Þetta er sorglegt fyrir viðkomandi þingmann og Framsóknarflokkinn í heild sinni. Þarna eru hjaðningavíg á báða bóga. Þó finnst mér þetta mikill dómgreindarbrestur fyrir Bjarna. Hann ætlaði að biðja aðstoðarmann sinn, sem nb er á þriðjungslaunum hjá landsmönnum, að senda út níðbréf um Valgerði Sverrisdóttur og vekja á því athygli, allt undir nafnleynd. Hann fær það illilega í andlitið á sér.

Ég verð samt að viðurkenna að púkinn í mér hló. Þetta er eitthvað undarlegasta sjálfsmark sem ég man eftir í pólitíkinni lengi. Þetta gengisfellir Bjarna mjög og opnar upp á gátt átökin í Framsókn, átök sem hafa lengi verið krasserandi undir yfirborðinu en höfðu aðeins lognast niður eftir að Halldór Ásgrímsson fór til Köben. Þar er allt við það sama og hjaðningarvígin á báða bóga - væntanlega aðeins tímaspursmál hvenær Valgerður hjólar í Guðna og þá pólitík sem Bjarni hefur barist fyrir með honum.

Þetta er pólitískt aðhlátursefni og eðlilegt að allir sem skrifa um pólitík og fylgjast með stökkvi á það og fjalli um. Þetta er augljóst merki um að Framsóknarflokkurinn heyrir í raun sögunni til sem sterkur flokkur. Þar berjast um tvær fylkingar í dauðvona flokki baráttu sem kannski skiptir máli að einhverju leyti en færir elsta flokk landsins aðeins neðar í fenið. Þessi póstsending er þó bara pólitískt dómgreindarleysi.

mbl.is Áframsendi gagnrýni á Valgerði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ásbirningar vígbúast fyrir norðan og ætla að hrifsa til sín forystu flokksins með nýja stefnuskrá að vopni. Oddverjar vígbúast líka og reyna að fella forystumann Ásbirninga úr launsátri.

Er þetta ekki staða málsins í hnotskurn. Átökin um inngöngu í ESB og upptöku evru eru hafin?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 00:40

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Stjórnmál á Íslandi eru ónýt.

Ég veit ekki hvort á að gráta eða hlæja en þetta tók steininn úr báðu megin held ég bara. Ef þetta væri ekki fólkið sem á að bera ábyrgð á þingstörfum og stjórn landsins, þá væri þetta eins og besti farsi. Vonandi lætur fólk samt ekki þetta glappaskot afvegaleiða sig frá mikilvægari málefnum líðandi stundar. Samanborið við efnahags-spillinguna sem er sífellt betur að koma í ljós að var botnlaus, þá er þessi "hrekkur" hans Bjarna í raun aðeins smámál.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.11.2008 kl. 00:46

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hægfara slátrun innanfrá

Einhverju sinni átti Framsókn erindi inní Íslenskt þjóðlíf. Þeir tímar eru löngu liðnir. Sveitafólkið hefur jafn mikla skömm á flokknum og smáborgararnir í 101. Þessi samskipti Bjarna Harðarsonar, um nafnlausan millilið, sýna best kærleikinn í miðjumoðinu. Dauðinn tekur á sig ýmsar birtingarmyndir. Hér hefur Bjarni Harðarson tekið sig af lífi pólitískt innan eigin flokks. Einnig framlengt sláturtíðina á þessu hausti, með hægfara og sársaukafullri slátrun innanfrá á eigin flokki. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast gengins miðjumoðs, er bent á að styrkja íslenska bændur í viðleitni þeirra til að fæða þjóðina.

Björn Birgisson, 11.11.2008 kl. 01:20

4 identicon

Ég er með tárin í augunum ekki vegna sorgar heldur vegna þessa pólítiska-tölvu-vesenis-revíu Bjarna sem kyndir mjög undi hláturinn hjá mér. Gæti ekki verið meira sammála þér Stefán. Frábær pistill. Þetta er allt hið vandræðalegasta fyrir Framsókn og að sjálfsögðu Bjarna sjálfan.

Páll Arnar (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 01:25

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Frá mínum sjónardyrum séð, þá eru svo sem ekki verið að tala um átök hvað varðar ESB og upptöku evru, miklu frekar tilraun tveggja manna, Guðna Ágústs og Bjarna Harðars, til að kúga Framsókn í Evrópumálum. Sú kúgun verður heldur máttlítil ef tvær svipur standa frammi fyrir hundrað fallbyssum.

Jón Gunnar Bjarkan, 11.11.2008 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband