Bjarni Harðarson segir af sér þingmennsku

Ég tel að Bjarni Harðarson geri rétt í því að segja af sér þingmennsku. Skrif hans til fjölmiðla voru óverjandi og voru í raun pólitískt sjálfsmorð, sem voru svo alvarleg að trúverðugleiki hans var stórlega skaddaður. Hann er maður að meiri að segja af sér og hverfa af velli. Held að margir muni virða Bjarna meira en ella að hann hafi tekið þessa ákvörðun, axlað ábyrgð á vinnubrögðunum, sem voru siðlaus og ómerkileg, og tekið þá afstöðu að byrja upp á nýtt hvar svo sem það muni verða.

Ég hef ekki alltaf verið sammála Bjarna í stjórnmálabaráttu en ég verð að viðurkenna að afsögn hans hefur gert það að verkum að ég virði hann meir á eftir. En þetta eru ótrúleg endalok. Á rétt rúmlega tólf klukkutímum lauk þingmannsferli Bjarna með sögulegum hætti í íslenskri stjórnmálasögu og netið lék þar aðalhlutverk.

mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

http://www.facebook.com/home.php?ref=home#/pages/Bjarni-Hararson/96610280566?ref=nf

Disa (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 14:40

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Trúverðugleiki Bjarna er meiri en annarra þingmanna. Mistök hans voru að senda ekki bréfið undir nafni!

Trúverðugleiki Valgerðar er enginn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2008 kl. 15:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband