Lekinn í stjórnkerfinu - ekki talað við þjóðina

Ég veit ekki hvort er merkilegra að stjórnmálamenn tali ekki hreint út við þjóðina um samninginn við IMF eða að lekinn í stjórnarliðinu minnir æ meira á gatasigti. DV setur klárlega pressu á stjórnmálamenn þjóðarinnar með því að birta yfirlýsinguna. Pólitísk forysta landsins hefur verið á flótta undan skilmálunum og ekki viljað kynna hana almennilega fyrir landsmönnum og ekki viljað taka ábyrgð á stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Nú er ljóst, svo ekki er um villst að ríkisstjórnin samdi um hana og jafnvel meiri hækkun síðar.

Mér finnst það ábyrgðarhlutur að pólitísk forysta landsins talar ekki hreint út við þjóðina og segir henni staðreyndir mála. Mér finnst það verst við allt hið afleita sem gerst hefur að talað er enn við almenning eins og hann sé svo fávís að mega ekki heyra meira og fá á borðið staðreyndir mála. Þetta er algjörlega ólíðandi í þeirri stöðu sem blasir við þjóðinni og leiðir aðeins til þess að meira vantraust verður á pólitíska forystu landsins, forystu beggja stjórnarflokkanna sem standa að þessari yfirlýsingu.

Lekinn í stjórnkerfinu er orðinn áberandi og eflaust spyrja flestir sig að því hvaðan hann komi. Mér finnst nú mjög augljóst að lekinn komi frá Samfylkingunni, þar sem greinilega er stjórnarandstaða innan flokksins sem hefur verið augljós frá fyrsta degi og náð hefur hámarki í þessari alvarlegu stöðu. Mér finnst eiginlega ótrúlegt að hlusta á suma þingmenn Samfylkingarinnar tala eins og þeir beri enga ábyrgð í þessari alvarlegu stöðu. Sá flokkur eykur ekki tiltrú sína með þessu verklagi.

En kannski er það staðan að ríkisstjórnin sé eins og gatasigti og sé ekki treystandi sem samhentu afli fyrir stjórn landsins. Hvað sem því líður er ljóst að flest stefnir í þingkosningar með vorinu. Flesti undirbúa sig fyrir þær og kannski eru þær nauðsynleg skref til að gera mál upp almennilega. Mér finnst samt verst að þeir sem ráða för tala ekki hreint út við almenning með ábyrgri forystu. Lekinn og yfirbreiðslan yfir staðreyndir eru traust merki þess.

mbl.is DV birtir yfirlýsingu stjórnvalda til IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Sæll Stefán,

Það er varla við því að búast að ríkisstjórn, sem ekki upplýsir þingflokka sína, hvað þá stjórnarandstöðu, fari að upplýsa almenning um nokkurn skapaðan hlut.

Þá hefur einnig sýnt sig að það sem haft er eftir forsætisráðherra í hádegisfréttum er orðið að staðfestri lygi í kvöldfréttum.

Varla samræmist þetta hugsjónum flokksins.

Kveðja,

Sigurður Ingi Jónsson, 17.11.2008 kl. 10:00

2 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Af hverju viltu setja þennan leka í pólitíkst samhengi.  Getur ekki verið að lekinn komi frá embættismönnum sem einfaldlega er farið að ofbjóða rugl ráðamanna.  Það sem komið er fram er til að staðfesta allar mínu verstu grunsemdir. 

Við verðum að hreinsa rækilega út.  DO stjórnar hjörðinni í kring eins og strengjabrúðum.  Lýðskrum hans og sannfæringarkraftur er með ólíkindum og nú er hann hársbreiddinni frá því að ná öllum völdum. Sést best á GHH sem ekki  þorir fyrir sitt litla líf að stugga við honum.

Efnahagsvandinn er mikill en hann er hjóm eitt miðað við þá spillingu sem hefur grasserað í íslenskri pólítík, samtryggingarkerfi eiginhagsmunaseggja sem studdir voru af hrifsurum á borð við Bjöggana, Bjarna Árm., Sig. Einarsson, Jón Ásgeir svo einhverjir séu nefndir.

Sveiattan!

Sveinn Ingi Lýðsson, 17.11.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Feluleikurinn og leyndin sem forysta Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar standa fyrir er óþolandi.

Ég myndi allt eins veðja á að lekinn væri úr Sjálfstæðisflokknum en ég er nokkuð viss um að margur flokksmaðurinn og jafnvel nokkrir þingmenn hafi ímugust á því hvernig Geir Haarde og Ingibjörg halda á málum.

Sigurjón Þórðarson, 17.11.2008 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband