Mun eggjakastið auka möguleika á þjóðstjórn?

Mér finnst eggjakastið á ráðherrabifreið Björns Bjarnasonar ekki beint líklegt til að vinna málstað þeirra hjá Nýjum tímum fylgis eða auka raunhæfan möguleika á þjóðstjórn. Þetta er fyrst og fremst barnaleg aðgerð sem engu skilar. Samstaðan getur komist til skila með mörgum öðrum hætti en henda mat á bíla eða hús. Orðið eitt er mjög öflugt og getur komið málstað langt sé honum komið til skila málefnalega og heiðarlega.

Hitt er svo annað mál að mér finnst þjóðstjórn undarlegur kostur. Ef þessi öfluga stjórn með yfir 40 þingmenn leyst úr málum og leitt þau áfram er enginn kostur annar á borðinu að mínu mati en utanþingsstjórn. Fall stjórnar með svo traust umboð væri skipbrot stjórnmálanna.

mbl.is Eggjum kastað í ráðherrabifreið Björns Bjarnasonardi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Orðið eitt er mjög öflugt og getur komið málstað langt sé honum komið til skila málefnalega og heiðarlega"

Þú fyrirgefur ef ég móðga þig, en þú hlýtur að vera annað hvort sjálfstæðismaður eða búinn að vera í útlöndum í langan tíma. Táknræn mótmæli og undirskriftarlistar hafa nákvæmlega engu skilað í gegnum tíðina. Valdamenn á Íslandi hafa komist upp með það í tugi ára að virða mótmæli að vettugi vitandi það að þrælsóttinn í Íslendingum er svo sterkur að atkvæðin skila sér alltaf í kjörklefanum hvað sem gerist.

Það er að vísu rétt að eggjakast skilar ekki endilega árangri en þetta sýnir á mjög vægan hátt hversu mikil reiði er í samfélaginu. Það er sama hversu sárir og móðgaðir stjórnmálamenn verða vegna þessa, þeir eiga miklu verra skilið heldur en að eggjum sé grýtt í bíla sem þeir þurfa ekki einu sinni að þrífa sjálfir. Ef eitthvað er ganslausara en eggjakastið er það fólkið sem hefur samúð með þeim sem óhæfu mönnum og konum sem stjórna landinu eftir að þeir færðu fjölskyldum landsins tugmilljóna skuld í jólagjöf.

Rúnar Geir (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 18:56

2 identicon

Stjórnmálin hafa beðið skipbrots og leitandi að öðrum eins klúðrurm eins og þeim sem nú sitja. Eins og einhver virtur hagfræðingur sagði, þótt þeir hefðu verið valdir af handahófi úr símaskránni hefðu þeir ekki staðið sig verr svo í raun skiptir litlu máli hverjir aðrir koma þarna inn. Verra starf er vart hægt að inna af hendi. Að auki er hér til mikið af hæfu fólki sem kann til verka og er það einmitt eitt af óhæfuverkunum að hafa ekki tekið mark á þessu fólki.

Varðandi þetta eggjaskast þá held ég að miða við það sem stjórnvöld hafa gert þjóðinni þá sé eitt egg sem hæglega má skola af bílnum smámál þótt leiðinlegt sé. Ég vildi óska þess að það nægði mér að smúla glugga á húsinu mínu að losna við það tjón sem mínum eignum hefur verið bakað af þessum mönnum.

kristin (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:18

3 identicon

Stjórnmálin hafa beðið skipbrots.  Að auki er leitandi að öðrum eins klúðrurum eins og þeim sem nú sitja. Eins og einhver virtur hagfræðingur sagði, þótt þeir hefðu verið valdir af handahófi úr símaskránni hefðu þeir ekki staðið sig verr svo í raun skiptir litlu máli hverjir aðrir koma þarna inn. Verra starf er vart hægt að inna af hendi. Að auki er hér til mikið af hæfu fólki sem kann til verka og er það einmitt eitt af óhæfuverku ráðamanna að hafa ekki tekið mark á þessu fólki.

Varðandi þetta eggjaskast þá held ég að miða við það sem stjórnvöld hafa gert þjóðinni þá sé eitt egg sem hæglega má skola af bílnum smámál þótt leiðinlegt sé. Ég vildi óska þess að það nægði mér að smúla glugga á húsinu mínu að losna við það tjón sem mínum eignum hefur verið bakað af ráðamönnum.

kristin (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:57

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Stefán, ég trúi ekki að þú túlkir þetta sem svo að samtökin Nýir tímar hafi staðið fyrir þessu eggja/matarkasti. Þó Björn túlki þetta á þann veg þurfa ekki allir hans skoðanabræður og systur að gera slíkt hið sama. Mér sýnist sökudólgurinn vera búinn að gefa sig fram hér á blogginu og sýkna samtökin. Mér finnst líka að það megi alveg virða þær skoðanir sem koma fram hjá nokkrum bloggurum að nú séu þannig tímar að ráðamenn okkar eigi að stíga niður, þó ekki væri nema eins og eina tröppu í átt að okkur borgurunum og leggja af þennan flottræfilshátt  að láta aka sér um bæinn í ráðherrabílum, og skutlast sjálfir milli staða.

Gísli Sigurðsson, 19.11.2008 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband