Lífið á facebook

Ég er einn þeirra sem hef startað facebook-síðu. Þetta er auðvitað magnað vefsamfélag, enda allt mannlífslitrófið þarna. Þetta er auðvitað frábær tengslasíða, byggir tengsl og er ágætis samskiptavettvangur, bæði til að kynnast fólki og vera í sambandi við vini sína, svo er maður aftur kominn í samband við fólk sem ekki hafði verið kontaktur við í mjög mörg ár, meira að segja gamla skólafélaga og þess háttar. Virkilega traust.

En þetta er auðvitað mjög lifandi samfélag og þarna sést hinar minnstu breytingar hjá vinunum, sambönd og allt þess háttar og statusinn getur verið ansi lifandi hjá sumum sem tengdur er við mann. Þessi grey starfsmaður í Bretlandi sem fékk illa á baukinn vegna facebook-statusins er örugglega ekki sá eini sem hefur gleymt sér þarna.

En þetta er sennilega bara nútíminn í dag. Það er ótrúlegasta fólk sem vill tengjast manni í gegnum svona kerfi og er auðvitað bara gaman af því.


mbl.is Falla í pytti á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband