Tala ráðherrarnir eitthvað saman um málin?

ghh bgs
Stundum þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar fara í fjölmiðla er ekki hægt annað en velta því fyrir sér hvort þeir séu í sama liði, sitji í sömu ríkisstjórn og séu einlægir í því að vinna saman eða í því að stinga hvorn annan í bakið. Mér finnst á þessum örlagatímum þjóðarinnar eiginlega ömurlegt að sjá sólóspil og tækifærismennsku sumra ráðherra og þingmanna Samfylkingarinnar. Þar virðist hver fjölmiðlaframkoma aðeins sett fram til að búa í haginn fyrir sjálfan sig frekar en reyna að byggja upp þessa ríkisstjórn og sýna að hún sé samhent.

Í tali um kosningar á næsta ári finnst mér merkilegt að tveir ráðherrar gangi fram án þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, komi þar að málum eða hafi tjáð sig um þetta mál í þessa átt. Hún hefur ekki verið þessarar skoðunar að mig minnir í viðtölum en kannski er hér einhver róður bakvið tjöldin til að eyðileggja þessa ríkisstjórn. Ég hallast helst að því. Getur varla annað komið til greina. En mér finnst þessi tækifærismennska og sólófílingur orðinn einum of.

Annað hvort er þessi ríkisstjórn samhent og vinnur saman að því að leiða mál úr þeim ógöngum sem við erum komin í eða hún verður að hunskast frá. Hún hefur tvo þriðju alþingismanna og hefur fullt umboð til að leiða þjóðina. Kjörtímabilið er ekki hálfnað. Ef hún getur ekki sýnt þessa traustu forystu á að reyna aðra valkosti. Annars er ég þeirrar skoðunar og hef verið lengi að það verði skipbrot stjórnmálanna ef ríkisstjórn tveggja stærstu flokkanna geti ekki leitt þjóðina saman.


mbl.is Ráðherrar vilja kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

kannski er búið að ákveða að stokka upp í ríkistjórn og að þessir tveir fari út. þeir fara því grimmt í fjölmiðla til að vekja upp vantraust því þeir hafa glatað tækifærum sínum.

annars veit maður aldrei. getur treyst á loforð samfylkingarinnar Stebbi? er ekki allt það sem varað var við í fyrra vor að koma á daginn sem sannleikur? leki á trúnaðar upplýsingum og öðru slíku. eitthvað sem ekki hefur skeð síðan vinstri flokkur var síðast í ríkistjórn. 

Fannar frá Rifi, 20.11.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Ef forsætisráðherrann hlustar ekki á samstarfsflokkinn í ríkisstjórn og heyrir ekki hvers kjósendur krefjast - þá er það hann sem á að biðjast lausnar.

Betra væri að forsætisráðherrann áttaði sig á því að hann þarf að leggja að mörkum til að alþjóðasamfélagið geti tekið mark á Íslandi - - og geti forsvarað það að lána stórfé til endurreisnar á Íslandi.  Traust getur ekki skapast gagnvart íslenskum stjórnvöldum og fjármálakerfi - erlendis né heldur innanlands - nema framlínufólkinu verði skipt útaf.   Seðlabankastjórn, FME og eflaust einn og einn ráðherra þurfa að stíga til hliðar - - eða verða vikið frá - til þess að unnt verði að fylkja þjóðinni saman um sanngjarna skiptingu byrðanna til framtíðar.

Benedikt Sigurðarson, 20.11.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband