Gamansemi stjórnarandstöðunnar á engin mörk

Ég gat nú ekki annað en hlegið þegar ég heyrði að veikasta stjórnarandstaða hérlendis í manna minnum hafi lagt fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Hefur þetta lið ekkert annað fram að færa en vantraust á þessum tímum? Hvernig væri nú fyrir þessa stjórnarandstöðu að koma með einhverjar tillögur eða sameiginleg stefnumál sem mótvægi við ríkisstjórnina og sýna samhent vinnubrögð frekar en svona ævintýralegt rugl sem engu skilar nema fjölmiðlauppslætti og spunastílbrögðum.

Ég skil vel að stjórnarandstaðan leiti logandi ljósi að sóknarfærum á þessum tímum, þegar þeir hafa tækifæri til að sækja fram. Þessi tillaga verður þó ekki nema í besta falli frétt dagsins í dag en er ekki beinlínis til þess fallin að hafa örlagarík þáttaskil fyrir þjóðina eða þau sjálf. Hvernig væri að tala í lausnum og sýna ábyrga forystu í stað þess að fara af stað með spuna sem þau vita ekkert hvernig þau eiga að fara með.

mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú kannske veik von um að einhver haus í stjórnarliðinu séu með fáeinar "kvarnir " eftir í hausnum og sjái að þetta gengur ekki lengur.

Vik von.  Engin keðja er sterkari  en veikasti hlekkurinn.

j.a. (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband