Sterkt útspil hjá Geir að óska eftir launalækkun

Enginn vafi leikur á því að það er mjög sterkt útspil hjá Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að óska eftir launalækkun, ekki aðeins fyrir sig heldur yfir alla línuna. Held að þjóðareining ætti að geta skapast um að taka á þessu máli og lækka laun, í viðbót mætti leggja niður aðstoðarmannastöður þingmanna, enda er árferðið þannig að þetta er algjört bruðl, á kostnað ríkisins. Þingmenn geta að sjálfsögðu ráðið aðstoðarmenn til sín, en þá á þeirra eigin kostnað. Einfalt mál.

Geir tekur það skref sem ég taldi fyrirfram að ekki yrði stigið. Óttaðist það kannski frekar að ráðamenn þjóðarinnar myndu ekki horfa í eigin barm með að lækka laun á þessum tímum. En þetta eru traust og afgerandi skilaboð um að ráðamenn þjóðarinnar taki á sig vonda stöðu í efnahagsmálunum og lækki við sig launin. Landsmenn hljóta allir að fagna þessu útspili.

mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fáránlegt bragð til að slá ryki í augu fólks. Lækkunin er auk þess tímabundin. Þetta er gróf móðgun við fólkið í landinu

Arnar (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:29

2 identicon

Ég fagna því og vona jafnframt að þetta verði hans síðasta embættisverk.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:46

3 identicon

Hvað er jákvætt við þetta útspil.  Eru þau  ekki fyrir mjög skömmu síðan búin að hækka við sig launin? Nei, burtu með þau. Öll.

j.a. (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Frosti Heimisson

Múgurinn heimtar launalækkun og breytingu á eftirlaunalöggjöfinni.  Við það er staðið... og ekkert gera menn nema að kvarta og kveina.  Held að það skipti engu máli hvað gert er - hér á landi eru bara allt of margir sem út á allt setja, hvað sem það er.

Frosti Heimisson, 21.11.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

" Þingmenn geta að sjálfsögðu ráðið aðstoðarmenn til sín, en þá á þeirra eigin kostnað." Eitt atkvæði á heila ég treyst ekki þingmanni sem getur ekki hugsað sjálfstætt. Kjósendur hafa hingað til aðstoðað kjósendur ef þeir hafa haft tíma til að hlusta á þau.

Júlíus Björnsson, 21.11.2008 kl. 19:02

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Sterkt útspil ? Skondin tímasetning

hilmar jónsson, 21.11.2008 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband