Þórðargleði Breta verður þeim dýrkeypt

Ég er hræddur um að Þórðargleði Breta yfir óförum Íslendinga hafi ekki verið réttmæt. Eins og flestum hefur grunað eru þeir í mjög vondum málum sjálfir og geta ekki spilað sig mjög djarft. Ég sá þó í einhverjum könnunum að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hefur öðlast endurnýjaðan pólitískan kraft meðal annars með því að níðast á íslensku þjóðinni og hefur bætt talsvert við sig fylgi, svo mjög að kjaftasögurnar segja að hann stefni að þingkosningunum í júlí 2009, en fimm ára kjörtímabilinu lýkur vorið 2010.

Ég efast um að Íslendingar gleðjist yfir velgengni Browns, eftir ómerkilega framkomu hans við okkur. En sú þórðargleði sem sumir Bretar sýndu þegar íslensku þjóðinni varð á og tók skellinn var miklu táknrænni en svo að hún skrifist bara sem hefndarhugur. Brown nýtti sér veika stöðu okkar til að níðast á íslensku þjóðinni og öðlast endurnýjaðan kraft. Ef allt fer hinsvegar á versta veg í Bretland er hætt við að sá kraftur snúist upp í andhverfu sína.

mbl.is Bretland sömu leið og Ísland?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

það er aðeins tímabundin lognmolla í dag. stormurinn á eftir að blása um Bretland og önnur lönd af alveg sama krafti og hann gerði hérna á Íslandi.

Fannar frá Rifi, 22.11.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hér getum við séð, hvert Pundið stefnir !

Úr 2,0 Dollurum í 1,5 er 25% fall á minna en hálfu ári !

Hvar mun Gordon Bulldog Brown dansa um nærstu Jól ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.11.2008 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband