Áhuginn fyrir ESB-aðild minnkar til muna

Ég er ekki hissa á því að áhugi landsmanna á Evrópusambandsaðild sé að minnka, einkum meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins. Yfirlýsingar Olli Rehn, stækkunarstjóra ESB, gefa til kynna að Íslendingar geta ekki vænst sérsamninga af neinu tagi og aðild yrði aldrei möguleg fyrr en í fyrsta lagi eftir fjögur eða fimm ár. Þetta er því fjarri því lausn á vanda Íslendinga nú um stundir.

Þeir sem hafa hallað sér að ESB sem lausn á örlagatímum íslensku þjóðarinnar geta hætt að búast við allsherjar lausnum frá Brussel. Að undanförnu er ekki laust við að sá orðrómur hafi verið nokkuð hávær að nóg sé fyrir okkur að horfa til Brussel og þá sé allur vandi leystur. Ummæli Olli Rehn og almenn skynsemi hafa slegið á þá draumóra.

Hvað varðar afstöðu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum verður mjög áhugavert að taka þá umræðu á landsfundinum eftir tvo mánuði. En minnkandi áhuga flokksmanna á ESB-aðild er mjög áhugaverð útkoma, sérstaklega eftir umræðuna að undanförnu.

mbl.is Minnkandi áhugi á ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

Takk fyrir þetta Stefán.

ÉG vil benda á www.heimssyn.is og íslenskt já takk!

Jónas Jónasson, 24.11.2008 kl. 11:53

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Ég mæli með myndinni Hard rock and water en þar er Ísland borið saman við Nýfundnaland sem missti sjálfstæði eftir kreppu en þar 30%,atvinnuleysi í landi sem er mjög ríkt af auðlindum.

Víti til varnaðar

Hérna er fróðlegt video viðtal við Höfundinn að myndinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband