Er illa komið fram við Íslendinga í Danmörku?

Leitt er að heyra hvernig komið sé fram við Íslendinga í Danmörku, ef marka má ýmsar sögur sem heyrst hafa að undanförnu. Ég hef heyrt ansi margar sögur í þessa átt, að íslensku fólki hafi verið sýnd hrein lítilsvirðing þegar í ljós hafi komið hvaðan það kom. Þetta er mikið þjóðaráfall vissulega, enda hafa Íslendingar getað borið höfuðið hátt á alþjóðavettvangi og haft mikil tækifæri. Í einu vetfangi virðist það hafa breyst.

Þeir sem ég hef talað við og eru erlendis, einkum í Bretlandi, segjast hafa misst sjálfsvirðinguna yfir að vera Íslendingar, einkum fyrst eftir bankahrunið. Ég skil það mjög vel ef þetta er framkoman sem landar okkar verða fyrir á erlendri grundu. Ég hef eiginlega ekki viljað trúa því að Danir, frændur okkur, komi svona fram við okkur, en kannski þarf maður að fara að endurskoða það mat.


mbl.is Neitað um viðskipti í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Óskar Gíslason

Svona er mannskepnan nú einu sinni. Við Íslendingar erum ekkert betri. Við höfum alla tíð dæmt fólk eftir þjóðerni. Við dæmdum alla þjóðverja óalandi og óferjandi vegna verka nasista. Okkur var hreinlega kennta hér áður fyrr að líta niður á dani, vegna þess að sögubækurnar sem voru skrifaðar fyrir börn þessa lands voru litaðar af einhverju danahatri. Við dæmdum líka alla breta þegar að þorskastríðin voru háð. Eins erum við dæmd í útlöndum fyrir það sem örfáir fávísir menn hafa gert.

En Jesú sagði sjálfur að við ættum að elska óvini okkar og við skulum því biðja fyrir þeim.

Marinó Óskar Gíslason, 26.11.2008 kl. 16:20

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Leitt er að heyra hvað landar okkar verða fyrir leiðinlegri framkomu erlendis, en það er nú svo að margir saklausir verða að líða fyrir axasköft annarra.  Svo megum við ekki ætla heilli þjóð þá ókurteisi sem sumir sína. Það þarf ekki marga til að koma óorði á heila þjóð.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.11.2008 kl. 17:21

3 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ekki hef ég orðið var við neina illsku í garð Íslendinga hér í Horsens, heldur þvert á móti, þar sem borgarstjórin Jan Trøjborg hefur boðið landanum hjálp, enda skiptir vera íslenskra námsmanna hér í bæ töluverðu máli fyrir bæjafélagið og ekki síst skólana.

Steinmar Gunnarsson, 27.11.2008 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband