Sorgardagur fyrir svæðisstöðvar Ríkisútvarpsins

Mér finnst það afleit skilaboð sem sýnd eru með því að leggja niður mestallt starf á svæðisstöðvum Ríkisútvarpsins, í raun leggja í rúst allt það góða starf sem þar hefur verið unnið í rúma tvo áratugi, á meðan Páll Magnússon heldur jeppanum sínum. Hver er forgangsröðin hjá þessu liði? Hefði ekki verið nær að skera niður sporslur og fríðindi toppanna fyrst og fara svo í uppstokkun. Þetta eru ekki góð skilaboð. Krafa dagsins er því burt með jeppann. Hreint út sagt.

Þetta er sannarlega sorgardagur fyrir fjölmiðil sem á tyllidögum stillir sér upp sem fjölmiðli allra landsmanna. Eftir daginn í dag er það blaður bara orðaflaumur á blaði.


mbl.is 700 milljóna sparnaður hjá RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála

Haraldur Bjarnason, 28.11.2008 kl. 15:53

2 identicon

Ég veit ekki hvaða aðferðum rekstrarstjórnunar yfirmenn RÚV beita eða ráðgjafar þeirra.  Ég hélt að á þessum tímum myndu menn loksins ráðast í faglegar hagræðingaraðgerðir í stofnunum ríkisins.  Það er algjör lykilforsenda að RÚV, af öllum fjölmiðlum, haldi úti lágmarks þjónustustigi.  Já, svæðisstöðvar RÚV eru lágmarks þjónustustig.  Menn setji sér síðan markmið að hagræða í rekstrinum til að forsendan haldist.  Nei, þetta er uppgjöf og hrein helför.  Á ekki von á öðru en mótmæli verði kröftugleg um helgina en vonandi þó innan siðsamlegra marka.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband