Vantraust á Pál - fréttalesturinn afþakkaður

Ályktun fréttamanna hjá Ríkisútvarpinu verður ekki túlkuð nema sem vantraustsyfirlýsing við Pál Magnússon, útvarpsstjóra. Þegar fréttamenn afþakka að yfirmaður stofnunarinnar lesi fréttir, sem hann ákvað eiginlega sjálfur, er ljóst að gjá er á milli aðila. Í raun er með ályktuninni talað gegn stjórnunaraðferðum Páls og ákvörðunum hans að undanförnu. Þær eru skotnar niður af hálfu starfsmanna, fréttamannanna sem gera fréttirnar sem hann les innganginn að. Hvernig getur þetta gengið?

Mikil ólga er skiljanlega undir niðri í Útvarpinu. Sjálfur finn ég mikla ólgu með þá ákvörðun að slá svæðisstöðvarnar af. RÚVAK hefur verið stór hluti í fréttaþjónustu og dagskrárgerð héðan af svæðinu og það breytist mikið ef tillögur útvarpsstjóra komast endanlega í framkvæmd. Þá er tveggja og hálfs áratuga starf stöðvarinnar í raun búið að vera. Mjög sorgleg tilhugsun að öllu leyti, vægast sagt.

Staða Páls Magnússonar virðist stórlega löskuð innan húss í Efstaleitinu. Velti mikið fyrir mér hvernig gangi að stýra við þessar aðstæður. Fyrst af öllu vil ég fá að vita hvort hann heldur áfram að lesa fréttir gerðar af þeim sem hafa lýst yfir vantrausti á hann.

mbl.is Fordæma uppsagnir á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta fer að minna á ástandið þegar Auðunn Georg tók við um árið.  Sem segir kannski meira um "elítuna" sem vinnur þarna en þann sem stjórnar, þetta ósnertanlega fjórða vald.  Svo má spyrja sig í hvaða stöðu Páll var? Er hann ekki bara sendiboðinn?

Grétar (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband