Davíð minnir á sig og tekur sér stöðu á sviðinu

Ég túlka ummæli Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, sem svo að hann viti eitthvað sem er svo nýtt og alvarlegt í samhengi aðdraganda þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum á Íslendinga að það myndi valda miklum stormi hér á Íslandi. Eflaust mun það koma fram þó síðar verði og setja mark sitt á umræðuna.

Hann heldur því fyrir sig, þó mér gruni að vitneskja hans sé almennari en mörgum óri fyrir. Þar séu upplýsingar sem snerti ráðamenn landsins og einhver samskipti á milli þeirra innbyrðis eða við bresk stjórnvöld nema þá hvort tveggja sé.

Davíð minnir klárlega á sig í dag. Hann leysir ekki algjörlega frá skjóðunni en segir samt svo margt. Með viðtalinu við danska blaðið um framtíð sína hefur hann þó sagt að ábyrgðina á hruninu taki hann ekki á sig.

Mér finnst felast í tjáningu og framkomu Davíðs að hann muni berjast til loka, ef ekki aðeins við forna pólitíska andstæðinga heldur og mun frekar þá innan Sjálfstæðisflokksins sem hafa opnað á að hann hætti.

Þetta heitir á góðri íslensku að vígbúast.

mbl.is Davíð ber fyrir sig bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Davíð er og verður, meðan hann er á dögum, al STÆRSTI stjórnmálamaðurinn á sviðinu.

Hann hættir ekki bara að vera flottasti pólitíkkus á landinu og þó víðar væri leitað, bara við að fara úr Forsætisráðherra jakkanum og í Sðpelabanka baunateljara jakkann.

Húrra Davíð.

Nú  slóstu eins og alltaf ÖLL vopn úr lúkunum á þeim sem sífra um ,,faglegt" þetta og hitt en meina ekkert nema illt um þjóð sína og allt nema eigin hag.

Hann hefði ekki lagst undir Bretana og Davið hefði EKKI gefið bankana úlendum siðblindingjum,--svo0 mikið er víst

Bjarni Kjartansson, 4.12.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Mikið til í þessu en ég held samt að Davíð viti ekki neitt sem ekki hefur komið fram nú þegar en hann kann að halda mönnum á tánum og hefur gaman af refskák.

Marinó Már Marinósson, 4.12.2008 kl. 14:37

3 identicon

Hvernig væri að segði frá.   Ber honum enga skyldu gagnvart þjóðinni?

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 15:51

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Hann veit ekkert nýtt..... hann hefur verið að tala um að það ætti að aflétta bankaleynd maðurinn. Nú annað hvort er hann að tryggja stöðu sína með þessum upplýsingum eða að hann raunverulega vill segja okku eitthvað en getur það ekki vergna bankaleyndar. Reyndar er það nú ólíkt honum að láta smámuni stöðva sig í tjaningunni.

Sævar Finnbogason, 5.12.2008 kl. 01:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband