Bruðlað á Bessastöðum - eyðsla úr hófi fram

org2008
Mér finnst tilraun forsetaembættisins til að slá á umræðuna um bruðlið á Bessastöðum, sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2, í besta falli vera mjög vandræðaleg. Ekki verður því neitað að mikið bruðl er hjá forsetaembættinu, sé mið tekið af yfirbyggingu þess og hversu margir koma nálægt því. Mér finnst það stórtíðindi að forsetaembættið sem heild eyði tæpum sex milljónum á ári í símakostnað, þar af 19.000 krónum á hverjum einasta degi.

Þó það sé ekki einvörðungu símanotkun Ólafs Ragnars Grímssonar (sem var reyndar aldrei fullyrt í fréttinni, enda talað um embættið sem slíkt) er það auðvitað mjög há símanotkun, enda mið tekið af því að yfirbygging embættisins er ekki mikil. Þar eru tiltölulega fáir starfsmenn og á Bessastöðum hafa aðeins forsetahjónin búsetu.

Við bætast ýmsar aðrar tölur sem eru mjög athyglisverðar. Finnst það gott hjá Stöð 2 að fjalla um þetta og benda á kostnaðinn. Þetta er eitthvað sem full þörf er á að ræða, enda bruðlið þarna greinilega meira en hægt er að verja með góðu móti.

Mikið var talað um bruðl í forsetatíð Vigdísar Finnbogadóttur. Ég get ekki betur séð en að eyðslan þar hafi verið frekar lítil miðað við það sem gerist á Bessastöðum nú.


mbl.is Forsetaembættið mótmælir frétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Ert þú ekki bara svona óvæginn við karlinn af því þú ert harður sjálfstæðismaður en hann þykir mótvægi við þann flokk?

19 þúsund kr. á virkum degi er ekki mikið fyrir þessa stofnun sem telur átta manns og þarf að vera í stanslausu kontakti við útlönd.

Embættið gegnir margs konar hlutverki og skilar þeim fjármunum inn aftur inn í þjóðarbúið.

Þótt nú geisi kreppa er samt óþarfi að sökkva ofan í þann þrælslega hugsunarhátt að vera svona úttaugaðar aurasálir sem velta eingöngu fyrir sér hlutunum á neikvæðu nótunum. 

Ætli rekstur embættisins sé hærri en kostnaðurinn við 200 manna barnaskóla uppi í sveit?

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 7.12.2008 kl. 01:05

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hefur þú kannað símakostnað Geirs Harde ?

Eða símakostnað Davíðs ? Væri fróðlegt að fá samanburð.

Forsetinn þarf eðlilega að vera í miklum utanlads samskiptum, og það kostar sitt.

Eigum við að setja símakvóta á forsetann: hey þú ert búin að hringja 11 sinnum í dag, ekki meira í dag. Athuga síðan hvort hann hangi of lengi á netinu ?

Nei eigum við ekki (eins og frægur rithöfundur sagði) að lifta umræðunni upp á hærra plan ? Af nógu er að taka ss bankahrunið og misvitrar aðgerðir stjórnvalda. Væntanlega um nokkuð hærri fjárupphæðir að ræða þar,

En auðvitað leita sumir logandi ljósi að einhverju sem dregur athygglina frá

þeirri skömm.

hilmar jónsson, 7.12.2008 kl. 01:48

3 Smámynd: Þórður Runólfsson

Er kominn upp gúrkutíð í kreppunni? Bruðl er slæmt!

Enn verra er að gera þjóð nánast gjaldþrota. Það eru landráð.

Þess vegna skulum við vona að Davíð seigi af sér sem seðlabankastjóri og snúi sér að pólitík. Þá loksins fengi hann dóm kjósenda sem landráðamaður.

Þórður Runólfsson, 7.12.2008 kl. 04:36

4 identicon

Hvernig sérðu það? Ertu með tölurnar síðan þá við hliðina á þér? Held að menn ættu ekki að vera kasta steinum úr glerhúsunum. Hver var kostnaður forsetisráðherra? Eða Menntamálaráðherra? Þegar menn koma með svona tölur er gott að koma með samanburð. Þetta var illa unninn frétt.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 08:00

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þessi umræða er ekki frá mér komin. Hún er fréttastofu Stöðvar 2. Þeir hafa fjallað vel um þetta og opnað umræðuna. Auðvitað er þetta bruðl og það er full þörf á að ræða þetta.

Stefán Friðrik Stefánsson, 7.12.2008 kl. 14:23

6 Smámynd: hilmar  jónsson

12 símtöl á dag. hámark

hilmar jónsson, 7.12.2008 kl. 14:30

7 identicon

En Stefán finnst þér þetta vel unninn frétt? Auðvitað á ekki að bruðla með peningana, en til þess að við hvort um bruð er að ræða þarf samamburð. Ég er sammála þér enda fannst mér mikið bruðl hjá menntamálaráðherranum í sambandi við ólimpíuleikana. Gott væri að byrja þar. Eyða þessum peningum freka í menntun barna okkar. Því þetta er nú það ráðaneyti sem fer með þann málaflokk. Stundum er betra að líta sér aðeins nær áður en menn gagnrýna aðra.

Ómar Már (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 15:06

8 identicon

Fréttin og upphæðirnar standa. Gagnrýnin á fréttina virðist snúa að því að eins og verið sé að ráðast á Ólaf persónulega, sem ekki er verið að gera. Þetta er embættið. En þótt embættið telji 8 manns ... hvernig er hægt að vera með 19000 kr. símareikning á dag?????? Varðandi netnotkun, þá ert þú að borga kannski fast mánaðagjald fyrir háhraða tengingu. Hvað eigum við að sega ... svona kannski 8 starfsmenn x 10000 kr. á mánuði ... ég veit ekki 100% hvernig það dæmi yrði reiknað í samningum en held að 80-100 þús. krónur séu ágætis og ríflega hugsað sem internetkostnaður á mánuði. Þetta gerir rúmlega 3000 kr. á dag - og hvernig er hægt að sjá kannski 15-16 þús. kr. símanotkun á dag??? Hvað er verið að hringja svona rosalega mikið til útlanda????

er forsetaembættið kannski að hlaða niður ólöglegu efni??? Er verið að hringja í vafasamar línur? Segið mér, fróðir menn eða konur, ... hvað er forsetaembættið að gera í símanum svona mikið??? Plís plís plís!!!! Segið vitleysingnum mér það.

Ég er ekki alltaf sammála Stebba hér og tel að þessi færsla sé svolítið lituð af sjálfstæðismanna hugsun ... en það breytir því ekki að þó ég styðji Ólaf sem forseta, þá er færslan flott hjá Stebba og þessi frétt á því algjörlega rétt á sér.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 17:33

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

"og þarf að vera í stanslausu kontakti við útlönd." Það er alls ekki gert ráð fyrir þessu í lögum um Forseta Íslands. Sem hefur alltaf verið borinn saman við aðra þjóðhöfngja með þingbundinni konungsstjórn.

Utanríkisráðuneytið þarf hinsvegar að vera í stöðugu sambandi við útlönd.

Ef sumar íslenskar kennitölur hefðu haft hægar um sig út í heimi þá hefði fall þjóðarinnar efalaust orðið minna.

Júlíus Björnsson, 7.12.2008 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband