Skrílslæti í Alþingishúsinu

Ég get ekki sagt að mér finnist mikill sómi að því að vera með skrílslæti í þinghúsinu. Slíkt verður aðeins túlkað sem vanvirðing við þinghúsið og starfið sem þar fer fram. Allir sem eiga sæti á þingi hafa hlotið umboð þjóðarinnar og verið kjörnir til starfa og hafa fullan seturétt þar. Mótmæli gegn þeim sem þjóðin hefur kosið verður aldrei túlkað nema sem vanhugsuð framkvæmd. Allt í lagi er að tjá skoðanir sínar og hafa mótmæli með siðsamlegum mörkum en þetta fer yfir þau mörk og gott betur en það.

Mér finnst svolítið skrítið að sjá svona týpu af mótmælum þegar krónan styrkist dag frá degi og bensínverðið lækkar frá degi til dags. Hverju er þetta fólk eiginlega að mótmæla? Er þetta að snúast upp í Kárahnjúkamótmæli í Reykjavík? Mér sýnist það og líka satt best að segja ekki við þá þróun. Er þetta kannski mótmælin sem Hörður Torfason var að gefa í skyn eða er þetta algjörlega á ábyrgð nokkurra einstaklinga sem aðhyllast stjórnleysi og telja sæmilegt að mótmæla án ábyrgðar?

Mér er svosem sama. Svo er fólkið hissa á að lögreglan beiti valdi. Hver haldið þið að viðbrögðin hafi verið ef þetta gerðist í þinghúsinu í Washington eða London? Ég man þegar ég fór í þinghúsið í Washington fyrir nokkrum árum að fjögur til fimm öryggishlið voru á leiðinni frá Cannon-byggingunni yfir í þinghúsið og engum hleypt þar inn nema með passa. Við megum þakka fyrir að geta þó farið í þinghúsið okkar og fylgst þar með.

Ég held að það sé allt að því einsdæmi að fólk geti gengið beint inn í þinghúsið sitt og fylgst með umræðum og verið í sjónlínu við þingmennina sína í þingsal.


mbl.is Þingfundur hafinn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég spyr þig Stefán  Friðrik,  gengur´þú ekki á" öllum". Finnst þér það óeðlilegt að kjósendur geti mætt á þing palla í 300.000 manna þjóðfélagi.  Ekki veit ég hvar þú ert alinn upp, en ég er alin upp á Íslandi. Meira segja fyrir áratugum síðan þá gat nú ein stúlka gefið ráðherra kjaftshögg fyrir að skrifa undir Nato-sáttmálann.  Þetta ætti líka að vera hægt í dag .  Mér er sagt að mest vaxandi  atvinnugreinin í dag á Íslandi séu Lífverðir .  Ég trúi því.

J.Þ.A (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Diesel

Ég get ekki sagt að mér finnist mikill sómi að því að vera með skrílslæti í þinghúsinu. Slíkt verður aðeins túlkað sem vanvirðing við þinghúsið og starfið sem þar fer fram

hahaha. Þinmennirnir okkar eru skrílinn.

tekur enginn eftir því?

Diesel, 8.12.2008 kl. 17:46

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af hverju skyldi nú svo vera komið að fólk er hætt að bera virðingu fyrir Alþingi? Getur það verið vegna þess að fulltrúar löggjafarþingins hafi gengið fram af sínum umbjóðendum á einhverja lund?

Mín skoðun er sú að engin persóna né bygging "eigi skilið" að njóta enhverrar þeirrar virðingar sem glutrað hefur verið niður. Það er alveg borin von að fólk verði alið upp með einhverri skírskotun í kurteisi og virðingartákn. Það er ekki von til að stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar skilji svona hvatvíslega ályktun en saga margra þokkalega siðaðra þjóða segir okkur það að þegar stjórnvöld eru farin að misnota lýðræði og misbeita jafnframt þá er stutt í slæma hluti.

Þess vegna er það ekki spurningin í dag hvort þjóðin skilji lýðræði heldur hitt- sem jafnvel er mikilvægara- að stjórnvöld skilji lýðræði. Nú sýna skoðanakannanir að einungis örfáir treysta yfirmanni Seðlabankans og mikill meirihluti krefst þess að hann sé látinn víkja. Einungis rúml. 20% styðja fjölmennasta flokkinn á Alþingi og 30% ríkisstjórnina. 

Ætli fullorðið og rósamt fólk leggi það á sig af heimsku eða ævintýraþrá að standa á útifundum í vetrarkulda til að krefjast þess að stjórnvöld víki? Ég hef nefnilega næga kunnugleika til að afneita þeirri ódýru kenningu að það séu einungis ábyrgðarlausir kommúnistar aðrir vinstri menn sem þar koma saman og krefjast afsagnar stjórnvalda.  

Ríkisstjórn og Seðlabanki eru rúin trausti. Og rúin tausti á alþjóðavettvangi eru þetta ónýt stjórnvöld.

Árni Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 17:54

4 Smámynd: Johann Trast Palmason

hver ert þú að gagnrýna viðbrögð örvæntinafulls fólks og kjafta niður? hvað ert þú að gera í málunum ?

Johann Trast Palmason, 8.12.2008 kl. 18:09

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Er þetta örvæntingafullt fólk? Jahérna hér. Mér fannst þetta aðallega vera lítill hópur anarkista, sem eru þekkt fyrir sína týpu mótmæla. Hvað varðar þingið er vinnuöryggi þar tryggt í stjórnarskránni svo að lög eru afgerandi hvað varðar starfið inni í þinghúsinu.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.12.2008 kl. 18:48

6 identicon

Er það misskilningur hjá mér, eða sagði ekki í fréttum að um væri að ræða hóp af anarkistum? Má þá ekki reikna með að stjórnleysingar hagi sér svona til að ná athygli fyrir sinn málstað? Það er gott að Björn Bjarnason sé búinn að eyða fleiri hundruð milljónum í að koma sér upp 250 sérþjálfuðum lögreglumönnum og tilheyrandi vígbúnaði til að taka á svona mótmælum. Miðað við kostnaðinn hjá Birni og miðað við skrílslæti anarkistanna hefur þetta herlið hans Björns allavega eitt verkefni á ári eða svo. Ansi dýrt það. Vonandi verður næsta heimsókn í Alþingishúsið af Ghandi - hugsjónamönnum sem bara setjast í laki fyrir framan þingmenn með lokuð augu. Þá verður þægileg vinna fyrir lögguna að bera sitjandi friðarsinnana í burtu. Síðan væri hægt að virkja liðið hans Björns í að vakta Alþingishúsið í bak og fyrir, dag og nótt, til að peningunum verði vel varið í milljónatugaverkefnið hans. Björn gæti svo mætt af og til og kannað liðsaflann , málaður með svörtum strikum á vöngum eins og Bruce Willis, klæddur í grænan galla með allar græjur utan á sér. jamm, það eru spennandi tímar framundan.

Nína S (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:15

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Það er einsýnt að þetta kostar að það verður viðvarand lögreglu vörður við þinghúsið. Merkilegt hvað það fer í taugarnar á vinstra sinnuðu fólki að krónan styrkist, það má ekki sjá neitt jákvætt.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.12.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband